Go to content Go to navigation Go to search

S.C.E.N.A.R / COSMODIC

SCENAR er ótrúlegt tæki sem skjólstæðingar mínir vilja stundum kalla “töfrasprotann minn”.

Uppfinningarmaður SCENAR er sá sami og hannaði TENS tækin sem oft eru notuð hjá sjúkraþjálfurum og spítölum. Síðan þá eru mörg ár liðin og er VX735ag nýjasta útgáfan af SCENAR – nú útbúið biofeedback tækni og hálfgerðri gervigreind (cosmodic) sem virkar þannig að tækið tekur mælingar og meðhöndlar samkvæmt þeim.

Þróun SCENARs varð til vegna geimferðar prógrams Rússa en hann var hannaður til þess að geimfarar gætu meðhöndlað sig sjálfir meðan þeir væru útí geimnum. Mörg ár eru liðin síðan þá og miklar breytingar hafa orðið á tækninni og er þessi tækni algjör gullmoli og hefur notkun þess breiðst út um allan heim.

Draumsýn þeirra sem vinna með þessa tækni er sú að SCENAR verði til á öllum heimilum og að fólk muni ganga með þetta á sér, bara eins og það tekur alltaf með sér síma og lykla, til þess að SCENAR-inn sé alltaf til taks.

SCENAR mælir taugaboð frá heila til líkama og frá líkama til heila. Hann mæli hvort einhver vanvirkni er til staðar í líkamanum og bendir heilanum á það og beinir þannig athygli og orku til vissra svæða til þess að koma aftur af stað úrvinnslu líkamans þar.

Það er nefnilega þannig að þegar líkaminn hefur lengi verið með einhvern kvilla / krónískt þá á endanum lokar hann það svæði/líffæri af vegna þess að hann þarf að nota orkuna í aðra hluti.

Þetta gerir hann til þess að líkaminn geti haldið áfram eðlilegri starfsemi en þá myndast það sem við köllum orkumein.

SCENAR-inn finnur meinið og vinnur beint á því, krefst athygli heilans/líkamanns og hjálpar honum við að vinna úr vandamálinu sem lokað hefur verið af.

http://www.scenar-therapy.com

http://vivienneconstad.com/histories/index.htm

http://www.youtube.com/watch?v=vtGTile9faU

http://www.youtube.com/watch?v=3-OoEz2bNbg&feature=related

Scenar kemur þó ekki í stað læknismeðferðar.