Go to content Go to navigation Go to search

Fjarheilun

Á síðasta ári byrjaði ég að bjóða uppá tíma í fjarheilun.

Það fer þannig fram að eftir að bókaður er tími í gegnum skilaboð eða bókunarsíðu á Facebook þá hittumst við í skilaboða spjalli (FB messenger) rétt fyrir ákveðin tíma og ræðum hvað það er sem þú vilt helst vinna með. Því næst þarft þú að koma þér vel fyrir á stað sem þú verður ekki fyrir truflunum í 30 til 60 mínútur. Þegar ég er búin að vinna fjarheilunina sendi ég skilaboð þarsem ég segi hvað kom til mín.

Hér koma nokkar umsagnir :

Ég hef aldrei farið í fjarheilun áður og var mjög forvitin að prófa. Þetta var alveg magnað. Mér fannst eins og Tinna væri mætt með ljósið sitt í herbergið til mín. Ég fann mikinn hita og birtu. Það var eitthvað mikið að gerast í sólarplexus og hjartastöðinni, þar var hiti, léttir og spennulosun. Tinna er yndislegur heilari. Mæli svo með henni.
Eyrún Huld Árnadóttir

Eg var með ótta og ónotakennd i hjartanu sem er ekki mèr eðlislægt. Vonlaus og þreytt og vantaði ljós. Með streitu ogþunga i maganum og búið að líða svona i tvo daga. Strax og við töluðum saman fyrir fjarsendinguna byrjaði eg að finna orkuna koma til min. Nýja hreina heilandi ljósorku. Fann orkuna i orkustöðvunum gjósa upp og af stað og ljósið streyma inn í orkuna mina. Um tíma kom mikill hiti og ég fór að detta út. Hrökk svo upp við það að ég var að streitast a móti. Reyna ómeðvitað að fela óttann i hjartanu en opnaði betur og sýndi hann og á endanum fór hann. Svo fann ég þungann úr maganum hverfa og èg er öll önnur og finn að èg er ennþá i vinnslu. Takk elsku Tinna þetta kom akkurat a réttum tíma og minnir mig svo á hvað það er gott og nauðsynlegt að þiggja hjá öðrum þó við seum að heila sjálfar. Nú daginn eftir er ég ennþá orkumeiri og sé mikið skýrar. Ég hef líka farið til Tinnu áður og það var mjög gott og varanleg lausn. Ég mæli eindregið með henni og fjarheilunin var mjög öflug. Takk elsku Tinna Linda Mjöll Magnúsdóttir

Ég prufaði í fjarheilun í fyrsta skipti hjá Tinnu og alveg magnað hvað þetta er sérstök upplifun. ég hef bara aldrei náð svona rosalegri slökun áður. Ég var á milli svefns og vöku í rúman klukkutíma. Ég fann fyrir að það var verið að vinna í líkama mínum og hefði ekki getað staðið upp fyrr. Ég mæli eindregið með að prufa þetta og upplifa. Algjörlega ómetanlegt að geta fengið þessa góðu orku hennar Tinnu heim.
Takk fyrir mig elsku Tinna þetta var magnaður tími.

Fjarheilun hjá Tinnu. Við ákváðum tíma og ég var komin í ró þá og hún tékkaði á mér áður en hún tengdist. Ég sagði henni frá því helsta sem ég vildi vinna með en það fór meira í gang og hún skynjaði það rétt þegar við bárum saman bækur okkar síðar. Slökun var góð á meðan vinnslunni stóð og rétt áður en var búið fann hitnaði ég öll svo um munaði. Svo tók ég því rólega það sem eftir var kvöldsins. Tveimur dögum seinna finn ég mun á orkunni minni og líðan. Sjálfstraustið peppaðist líka. Ég hef vitað af fjarheilun og talið virka þegar hún á sér stað líkt og fyrirbænir og góðir straumar. Þarna gafst mér tækifæri á að reyna þetta sjálf og kom mér á óvart hve sterkt ég fann fyrir tengingu við Tinnu og vinnslunni sem var í gangi. Takk fyrir mig Tinna María. Gangi þér ævinlega vel, þú ert svo sannarlega á réttri hillu.
Kær kveðja. Sólveig

Ég fékk fjarheilun frá Tinnu sem hafði þau áhrif að ég datt út eða sofnaði á meðan Ég vaknaði ansi þreytt og fann að mikil vinsla var í gangi andlega sem og likamlega Ég fann mikinn mun á líðan minni daginn eftir Takk Tinna

Fann mikla hvíld, var gott að leggjast var með flensueinkenni í gær en góð í dag. Ljósblá kristalsorka. Fann hjartaorku streymi inní hjarta, útvíkkun á höfði sérstaklega þegar settist upp. Gamli strúktúr úr beinum að brjótast úr gömlu formi, sveigjanleiki kristalsstrúktur. Stjörnuorka í lokin mikið flæði, yndislegt.

Fleiri umsagnir á Facebook/Instagram Orkulindar