Go to content Go to navigation Go to search

Heilun

Tilgangur heilunar er að koma á jafnvægi milli líkama og sálar. Mannslíkaminn er mjög fullkominn og hann á að geta læknað sig sjálfur en takmörk eru fyrir því hversu mikið hægt er að leggja á hann.
Við getum séð fyrir okkur að í líkamanum sé öryggi (eins og í raftækjum), þegar of mikil spenna hefur safnast fyrir í líkama og/eða sál springur öryggið. Þegar það gerist koma oft fram einhver líkamleg einkenni en stundum koma aðeins fram tilfinningaleg einkenni en þau eru alveg jafn mikilvæg.

Þar sem mikill hraði og þrýstingur á að standa sig er í okkar nútíma samfélagi er auðveldar en áður að yfirhlaða líkama/ sál sem getur valdið miklum líkamlegum og andlegum óþægindum eða vanlíðan.
Líkami okkar gefur okkur alltaf viðvaranir, verkir hér eða þar, sem við oft lítum framhjá en með því að gera það erum við að líta framhjá ábendingum líkamans, sem getur valdið stórtækum áhrifum á líkama okkar og/eða tilfinningalífi þegar fram í sækir.

Öll áföll sem við upplifum hafa áhrif á orkukerfi okkar, sumum áföllum náum við að vinna úr án þess gera það meðvitað en mörg áföll hafa stórtækari áhrif á líkama/sál.
Að sjálfsögðu hefur umhverfið, fæðan og erfðarþátturinn mikil áhrif á heilsuna en einnig geta fyrri líf tengst núverandi ástandi.