Go to content Go to navigation Go to search

Nýjustu fréttir

Endilega kíkið á Orkulind.is á Facebook til að fylgjast með nýjum fréttum daglega :)

 

 

 

——————— Gamlar “nýjustu fréttir” ;) ———————–

Sjónvarpsviðtal á ÍNN

Núna í kvöld var ég í viðtali í þættinum Lífsblómið á sjónvarpstöðinni ÍNN.  Þátturinn verður endursýndur á morgun fimmtudag.
Einnig verður hægt að horfa á hann á netinu á heimasíðu INNTV.IS


Sýnum samstöðu

Heilsa okkar er afar mikilvæg og hvernig við sinnum okkur skiptir höfuðmáli fyrir heilbrigði líkama og sálar.

Á þessum miklu umbreytingar tímum geta margar tilfinningar gert vart við sig, t.d. vonbrigði, kvíði, óöryggi, reiði og sorg vegna aðstæðana sem sum okkar eru í.
Ef ekki er unnið úr þessum tilfinningum, heldur bara keyrt áfram og þeim ýtt til hliðar, veikja þær ónæmiskerfi sem getur svo valdið hinum ýmsu vandamálum og andlegum vanlíðan.

Mjög gott er að stunda reglulega líkamsækt, en með því að taka á reglulega brennir þú streituhormónum sem annars safnast upp í líkamanum og valda hinum ýmsu einkennum, t.d. pirring og svefnerfiðleikum. Einnig er gott að stunda jóga og/eða hugleiðslu – en það er hægt að hlaða niður tveimur hugleiðslum hér á síðunni minni endurgjaldslaust.

Núna þurfum við í raun að passa sérstaklega vel uppá okkur, líkama og sál.

Vegna þessa ætla ég að bjóða upp á tíma hjá mér á þriðjudögum og miðvikudögum frá 10-12 með 50% afslætti.
Hver einstaklingur getur nýtt sér þetta tilboð í 2 skipti.

Vinsamlega takið fram við tímapöntun ef ætlunin er að nýta sér þetta.

Gefðu þér tíma fyrir heilsuna í dag því þegar við eldumst búum við að því hvernig við hugsuðum um okkur á yngri árum. Þetta á við hvort sem þú ert 15 ára eða 55 ára.

Kærleikskveðja,
Tinna María

Komin heim

Jæja þá er ferðinni lokið og ég komin aftur heim á klakann.

Dvölin í USA var mjög fín, mikil vinna, erfið á köflum en skemmtileg þó :) Ég set inn nokkrar myndir á næstu dögum.

Mig langaði bara að láta vita að talhólfið í símanum mínum bilaði þannig að ég gat ekki hlustað á nein skilaboð né séð hvort einhver hefði hringt meðan ég var úti. Þannig að ef þú hringdir og/eða skildir eftir skilaboð endilega hringdu aftur eða sendu email :)

Þartil næst!

Kvedja fra New Mexico

Jaeja nuna er eg i New Mexico, Santa Fe til ad vera nakvaem, i 22 stiga hita a daginn en 7 stiga hita a kvoldin :)

Thessa vikuna er eg buin ad vera ad vinna a medferdastofu Katiu vinkonu minnar og i dag, Halloween, keyrum vid yfir til T&C til ad vinna a 5 daga medferdaprogrammi.  Thad a vist ad vera Halloween party i kvold i T&C thannig ad eg bid spennt eftir ad upplifa Halloween “american style” :)

8 nov mun eg svo fljuga yfir til St. Louis med Sue therapista vinkonu minni og vinna stofunni hennar i nokkra daga adur en eg held aftur heim.

Thartil naest! :)

Maðurinn er ekki vél

Í 95% tilvika er hægt að sinna kvörtunum fólks utan sjúkrahúsa, segir Niels Bentzen, prófessor í heimilislækningum við Kaupmannahafnarháskóla. Hann telur að heimilislæknir geti betur sinnt sjúklingum sínum með samtölum og of oft leiti fólk beint til sérfræðinga í stað þess að ræða vandamál sín fyrst við heimilislækni. „Þegar vandamál steðja að, eins og til dæmis hér á landi núna, þurfum við að líta til þess hver grundvallaratriðin eru í raun,“ segir Bentzen.

Hann telur að þjóðir heimsins séu á rangri leið með því að leita í genasafni fjölskyldna eftir veikleikum. „Það verður að skilja manninn sem manneskju en ekki sem vél,“ segir hann. „Ef litið er á manneskjuna sem vél og öll líffæri og líkamshluta sem vélaparta er hver hlutur skoðaður fyrir sig. Með því að gera það má spá fyrir um heilsufar viðkomandi manneskju. Það tel ég rangt,“ segir Bentzen og útskýrir mál sitt betur.

„Margt fólk finnur fyrir streitu og hún getur lýst sér í líkamlegum einkennum. Áhyggjur af heimilinu eða vinnunni geta komið út sem höfuðverkur, svefnvandamál, magaverkur og svo framvegis. Þegar fólk var hamingjusamt gat það sigrast á andlegum einkennum og leitaði ekki endilega til læknis. Hins vegar, í dag, tekst fólki þetta ekki og leitar beint til sérfræðings.“ Ef t.d. einhver leitar til sérfræðings vegna magaverkja skoðar sá sérfræðingur fyrst magann í gegnum magaspeglun. Þá er leitast við að lækna einkennin, sem eru jafnvel af andlegum toga, með lyfjagjöf, sem Bentzen telur óþarft.

Tekið af mbl.is

Betra seint en aldrei!

Jæja! Það er allt búið að vera á fullu hjá mér, þetta ár varð ekki jafn rólegt og á horfðist – en gaman er það! :)

Að sökum anna er ég ekki allveg viss um hvort ég geti haldið námskeiðið í september – en ég ætla að reyna! Hvort sem það verður haldið núna eða seinkað tímabundið þá kemur það fram á þessari síðu von bráðar.

Núna í október þá eru Intigrative Intentions aftur á leið til landsins með 5 daga meðferðaprógramm í Bláa Lóninu, það verður frábært! Enn eru 1-2 laus pláss á prógramminu skilst mér.

Í lok október fer ég svo aftur út! Núna er ferðinni heitið til New Mexico þar sem ég mun  byrja á því að vinna á stofu vinkonu minnar Katiu og eftir það taka þátt í öðru meðferðarprógrammi sem haldið verður í aðal bækistöðvum Integrative Intentions :)  Eftir það ætla ég svo að skutlast yfir til St.Louis með vinkonum mínum Sue og Deirdre þarsem við munum vinna saman í nokkra daga áður en ég sný aftur til Íslands.

Lífið er yndislegt! :)

Námskeið í heilun

Því miður næ ég ekki að halda námskeið í heilun á þessu ári en stefni ég á að halda það í mars á næsta ári.  Ég biðst afsökunar á þeirri óvissu sem ríkt hefur í kringum tímasetninguna.

Þjáist þú af streitu?

Ég er búin að setja inn fullt af tenglum sem tengjast streitu.

Hér er eru nokkur einkenni streitu:

 • Hraðari eða óregla í hjartslætti
 • Höfuðverkur
 • Aukin spenna í vöðvum
 • Grynnri öndun
 • Skjálfti í höndum
 • Aukin svitamyndun – þvalar hendur
 • Svimi
 • Kippir
 • Óþægindi frá meltingarvegi
 • Tíð þvaglát – niðurgangur
 • Tíð veikindi (vegna bælingu á ónæmiskerfi)
 • Listarleysi
 • Þreyta – síþreyta
 • Óróleiki – Eirðarleysi
 • Einbeitingarskortur – Minnisleysi
 • Hræðsla
 • Minnkað skopskin – minnkuð lífsgleði
 • Þunglyndi
 • Reiði – pirringur
 • Svefnleysi

Streita getur haft mjög alvarlegar afleiðingar ef ekki er tekið í taumana.

Betra seint en aldrei!

Spakmæli
“The greatness of a nation and its moral progress can be judged by the way its animals are treated.” – Gandhi

Orkulind er flutt!

Orkulind hefur flutt í betra og stærra húsnæði! Ég er núna í húsi Hreyfigreiningar, Höfðabakka 9 – við hliðina á Ruby Tuesday.

Fær okkur til að hugsa..

Mögnuð lífsreynsla vísindarmanns. Mæli eindregið með að þú skoðir þetta stutta myndband.

http://www.microclesia.com/?p=320

Ungbarnanámskeið

Í þessari viku mun ég fara á sérhæft námskeið í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðinni fyrir meðhöndlun á börnum til þess að dýpka vinnu mína með börnin okkar enn meira og læra splunku nýjar aðferðir við meðhöndlun barna sem fyrst er verið að kenna núna á Íslandi.

Spennandi!! Langt síðan ég hef setið námskeið sem nemandi – hlakka til :)

Námskeið í heilun

Nánari upplýsingar um grunn námskeiðið

Chakras

 

Nýjar vörur hjá Orkulind

Glæsileg gegnheil .925 silfur armbönd með náttúrulegum steinum frá Jaipur – VÁ!

Regnboga mánasteinn - Rós kvarts - Peridot - Tópas - Garnet Eld Ópall - Amethyst og PeridotAmethyst og PeridotBleikur tourmaline - Garnet og perlurKyanite og fire OpalFire opal - Amethyst og Peridot

Þessi armbönd eru seld á um 30-45 þúsund í skartgripaverslunum en auðvita eru þau á GJAFA verði hjá mér :)

Aðeins 6 í boði í þetta sinn – fyrstir koma fyrstir fá!

Einnig er ég að fá sendingu af silfur hringum og hálsmenum í næstu viku.

Gleðilegt nýtt ár !

Nú er nýtt ár gengið í garð.
Ég óska þess að það verði þér gleðilegt og farsælt!

Takk fyrir árið sem var að líða :)

Tinna María

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð öll sömul og hafið það sem allra best ! Njótið þess að vera til og slaka á :)

Gefðu einstaka gjöf

Hægt er að panta stórfengleg hálsmen eða armbönd sem ég sérhanna til að styðja við lífsgöngu hvers og eins.
Þú segir mér hvað það er sem þig eða einstaklinginn vantar aðstoð við og ég vinn hálsmenið út frá því, t.d. velgengni, betri heilsu, tjáning o.s.f.v.
Ekki þarf að taka fram sérstakan eiginleika en þá stilli ég mig inn á einstaklinginn sem á að fá skartgripinn og skapa það sem styður við hennar lífsgöngu.

Sköpunarferill helgu skartgripana er um 2 vikur vegna þeirra aðferða sem ég nota við sköpun – þannig að ekki er gott að panta á síðustu stundu ef gefa á sem gjöf :)

Til að panta þarf að senda mér fullt nafn og fæðingardag.

Þetta er sannarlega gjöf sem heldur áfram að gefa !

Umbreyting - Transformation

Nýjir steinar í steinabók og fleira..

Ég er búin að bæta við mörgum nýjum steinum í steinabókinni, t.d. Cavansite – Charoite – Healer’s gold – Moldavite – Fulgurite og margir fleiri.

Einnig eru nýjar umsagnir, tenglar, síða þar sem kemur fram umþb. hvaða steina ég hef til sölu hverju sinni, sér síða fyrir sérhönnuðu skartgripina og fleira.

Nú er einnig hægt að finna “English version” síðu sem ég á eftir að vinna í meira og stækka með tímanum.

Orkulind.is heldur áfram að vaxa og dafna og kann ég vel að meta allar uppástungur og athugasemdir :)

Góða helgi!

Orkusteinar – Gjöfin sem heldur áfram að gefa

Dásamlegir steinar og kristallar í miklu úrvali hjá Orkulind. Eins og alltaf þá hreyki ég mér af úrvali hrárra, óunna steina sem mjög oft er erfitt að fá :)

Allri neðantaldir eru í sínu náttúrulega, óunna formi:
Stórir, rúmlega 1/2 kg, kristal quartz og reyk quartz sprotar og clusterar !
Chlorite quartz sprotar – stórir og litlir Selenite vendir, Larimar, Spirit quartz cluster, Kyanite, Hiddenite, cavansite, cítrín, svartan afríku amethyst, rose quartz, unakite, fluorite, sodalite, hematite, labradorite, calcite, mexican fire opal, aventurine og MARGIR fleiri! :)

Einnig hef ég til sölu silfurskartgripi setta orkusteinum (eyrnalokka, armbönd, hálsmen, hringa) á ótrúlegu verði og frábæru bækurnar Höndlaðu Hamingjuna, Höndlaðu hamingjuna á unglingsárunum og Hjálparhendur.

Ekki má svo gleyma sérhönnuðu orkusteina skartgripunum sem ég hanna sjálf á einstakan máta. Engir tveir gripir eru eins!

Græðari - Healer

Snillingurinn Sue

Sue er nokkuð þekkt innan bransans sem “tannlæknirinn” þ.e.a.s. hún er einstaklega flink í munnvinnunni og hefur þróað með sér ótrúlega hæfileika við að vinna með taugakerfið.
Hún hefur unnið mikið með afleiðingar tannréttinga, tann “króna” og brýr, rótarfyllingar og amalgam og aðrar málm eitranir því þessir hlutir geta haft víðtæk áhrif á taugakerfið og þar afleiðandi allan líkamann.
Hún vinnur oft í samstarfi við tannlækna sem geta fjarlægt gamlar amalgam fyllingar og þessháttar.

Var ég svo heppin að geta unnið heilmikið með henni á meðan dvöl minni stóð og lærði ég heilan helling af henni í sambandi við munnvinnuna og hlakka ég til að leyfa skjólstæðingum mínum að njóta góðs af því!

Íslensk hönnun – náttúrusteinar

Hef ég í gegnum árin verið að ráðleggja fólki við notkun steina og kristalla með góðu gengi. Hægt er að panta hjá mér einstök hálsmen og armbönd handgerð, af mér, úr steinum og kristöllum.
Hægt er að óska eftir ákveðnum eiginleikum skartgripsins til að styðja við þig á lífsgöngunni t.d. til að stuðla að velgengni, hjálpa þér að finna innri frið, styðja við þig á þroskagöngu sálar þinnar, betri heilsu, hjálpa þér að tjá þinn sanna vilja, styrkja og styðja við þinn einstaka persónuleika osfv.

Í sköpunarferlinu sérvel ég hvern stein – hreinsa og hleð við sérstakar aðstæður og set það svo saman í dásamlega hálsfesti og/eða armband.
Til þess að panta sendir þú mér fullt nafn og fæðingardag og ég skapa fyrir þig einstakt hálsmen/armband.

tinnamaria_steinar-142.jpg

Orkulind leitar að stærra húsnæði

Ef ÞÚ veistu um gott húsnæði/herbergi sem gæti hentað vel fyrir svona starfsemi endilega vertu í sambandi :)

Takk takk!

Ferðasaga

Jæja þá er ég komin heim eftir mánaðar dvöl í USA.

Ekki byrjaði ferðin vel! :)

Fyrst var ferðinni heiti til Indiana – nánar tiltekið Oakwood retreat center þar sem ég átti að taka þátt sem meðferðaraðili í meðferðarprógrammi (comprehensive therapy program).

Ég flaug frá Keflavík til Minneapolis þar sem ég átti að ná tengiflug til Indianapolis en lenti ég í þeirri leiðinlegu lífsreynslu vegna tafa á vélinni við lendingu að ég missti af tengifluginu og sat því föst yfir nótt í Minneapolis….ekki var það gaman!
Beðið var eftir mér í Indianapolis þar sem ég átti að hitta höfuðbeina og spjald félaga frá Írlandi og USA en þurftu þær að vera án mín þar sem ég sat föst í Minneapolis.

Klukkan 8 morguninn eftir náði ég loks vél til Indiana og var frekar hrist upp í mér eftir þetta óskemmtilega ævintýri á flugvellinun en þegar ég loksins komst á áfangastað leið mér betur. :)

Um hádegi sama dag leigðum við okkur svo bíl og keyrðum til Oakwood. Sú ferð gekk alveg ágætlega og vorum við komnar þangað um 4 leytið og aðstoðuðum Kat að gera tilbúið áður en fólkið, skjólstæðingar og meðferðaraðilar, byrjaði að streyma inn um kvöldmatarleytið.

Dagskráin fyrir prógrammið er svona: um 6 leytið, daginn áður en meðferðarprógrammið hefst, borða allir saman kvöldmat – alltaf er hægt að treysta því að fá góðan mat hjá þeim í Oakwood.
Alllur matur er lagaður á eins holla vegu og mögulegt er og er eins mikið notað af lífrænu hráefni og völ er á. Einnig er venjulegum strásykri skipt út fyrir Agave syróp og öll notkun á hvítu hveiti í algjöru lámarki. Dressingarnar sem gerðar eru á salatið þarna eru guðdómlegar!
(Ég ætla að birta uppáhaldsdressinguna mína hérna á síðunni síðar )

Ég veit að fyrir mörgum hljómar þetta kannski ekkert sérstaklega vel en trúið mér hægt er að gera ótrúlega góða hluti á holla vísu :)
Boðið var t.d. upp á bbq grillaðan kjúkling og ofnristað grænmeti, mexico taco og burrito, indverskt grænmetiskarrý, fylltar bakaðar kartöflur með beikoni osti og sýrðum rjóma og butterscotch hafrakökur – namm!
Alltaf er boðið uppá hummus og ferskt salat og grænmetis súpur. Síðan er sérstakur réttur gerður fyrir þá sem ekki þola neinn sykur né glútein og alltaf er matur fyrir fólk eins og mig sem ekki borðar kjöt :)

En nóg um matinn!

Eftir kvöldmat hittast allir meðferðaraðilar og fagna gömlum vinum og/eða kynnast nýjum! Tölum saman um næstkomandi 5 daga og veltum fyrir okkur vonum og væntingum fyrir skjólstæðinga okkar.
Morguninn eftir er svo dagur 1 – þá hittast allir kl 8 í morgunmat en kl. 9 hittumst við svo öll í “hringumræðu” – þið sem hafið komið á 2 daga prógrömmin þekkið hana :)

Við sitjum öll saman í hring, fyrst kynna meðferðaraðilarnir sig í nokkrum orðum og eftir það kynna skjólstæðingarnir sig og hvaða væntingar þeir hafa til prógrammsins og varpa fram spurningum ef einhverjar eru. Einnig eru hópar tilkynntir, þeas hver er aðalmeðferðaraðili hvers skjólstæðings og hverjir eru aðstoðarmeðferðaraðilar hans.
Hver skjólstæðingur hefur 1 aðal og 1-3 stuðnings meðferðaraðila sem þýðir að hann er að fá 4-8 handa meðferð á degi hverjum! Svo vinnum við frá kl. 10 til 12:30 – tökum 1 klst í mat og byrjum aftur 13:30 og dagur endar kl 15:30.
Eftir lok meðferðardags hittast allir meðferðaraðilarnir aftur til að ræða daginn, tekur það okkur yfirleitt 2 tíma, og klukkan 6 hittast svo allir í kvöldmat.

Enginn skjólstæðingur er með sama aðalmeðferðaraðila tvisvar í hverju prógrammi en getur þó haft sama aðstoðar. Valinn er meðferðaraðili á degi hverjum fyrir hvern skjólstæðing samkvæmt þörfum skjólstæðings.

Svona gengur þetta svo næstu 5 daga og á síðasta degi fara allir himinlifandi heim :)

Á laugardeginum er svo yfirleitt haldið “drumming” kvöld eftir kvöldmat þar sem spilað er á afrískar trommur og allskonar önnur hljóðfæri og sumir dansa frá sér allt vit :) Æðislega gaman!

Prógrammið í Oakwood var magnað Það sem óvenjulegt var við þetta prógramm var að 3 af 9 skjólstæðingum voru makar meðferðaraðila.

Frá Oakwood hélt ég til Illinois með Deirdre og Geraldine frá Írlandi og Mary og Anthony frá Illinois sem var um 6 tíma keyrsla. Þegar komið var þangað gisti ég hjá Mary og Anthony í 3 nætur.
Á meðan dvöl minni stóð í Illinois vann ég á nokkrum skjólstæðingum með Mary og Anthony og síðasta daginn kíkti ég á down town Chicago :)

Á degi 3 kom hann Ken vinur minn, við sóttum Deirdre og skutluðum Geraldine út á flugvöll.
Næsti áfangastaður : St. Louis.

Á leiðinni til St. Louis lentum við í þvílíkum stormi….úff… en allt er gott sem endar vel :)
Komum við til St.Louis um miðnætti og tók hún Sue og Rick við okkur á heimili þeirra hjúa.

Hjá Sue gisti ég svo í 2 vikur eða þartil næsta prógramm byrjaði 31.október í St. Louis í Manresa center.

Meðan ég dvaldi hjá Sue vann ég á stofunni hennar mest af tímanum.
Einnig fór ég í 1 dag til St. Charles þar sem nokkrir skjólstæðinga Diane komu í tíma til mín og 1 dag til O’Fallon þar sem við héldum svona “mini prógramm” þar sem ég, Sue og Colleen tókum á móti 9 skjólstæðingum ásamt nokkrum aðstoðarmeðferðaraðilum og unnum við með 2 í einu.

Prógrammið í St. Louis var mjög ólíkt því í Oakwood….reyndar eru prógrömmin öll yfirleitt mjög ólík :) en það var mjög magnað.. og jafnvel “dulmagnað” þar sem þónokkrir urðu varir við “draugagang” í húsnæðinu en húsnæðið er gamalt klaustur.

Á þessari mánaðardvöl í USA fékk ég aðeins 3 daga til afslöppunar en þetta var hverrar mínútu virði!

Þetta var frábær ferð og sný ég aftur betri meðferðaraðili og betri manneskja!

Nýtt á Orkulind.is

Jæja ég er búin að bæta aðeins inn á síðuna undanfarna daga.

Nýjar umsagnir eru á síðunni

Bætti við lista yfir bækur sem mér finnst áhugaverðar

Setti inn lesna hugleiðslu í hugleiðslu part heimasíðu minnar- smellið bara á .mp3 slóðina sem er undir fyrirsögninni. Fleiri lesnar hugleiðsur eru á leiðinni inn á síðuna, vona að þær nýtist ykkur! *Gott fyrir byrjendur*

Mun ég bjóða til sölu á stofuni minni tónkvísla vona bráðar sem og bæta notkun þeirra inn í meðferðarformið mitt. Nánar um það hér.

meridian_20.jpg

Ásamt fullt af nýjum tenglum !