Go to content Go to navigation Go to search

Um mig

Við 13 ára aldur kviknaði áhugi minn á andlegum málefnum, þá aðallega á heilun og markvissri “notkun” steina og kristalla. Heilun hefur verið ástríða mín síðan, sem og að þróa og þroska sjálfa mig.

Ég var annar tveggja stofnenda verslunarinnar Gjafir Jarðar og á þeirri reynslu komst ég að því að ég vildi mikið frekar vinna sem meðferðaraðili en búðaeigandi – sem var mjög góð og gefandi lífsreynsla!

Ég hef í gegnum árin ferðast ég mikið erlendis til að vinna í meðferðarprógrömmum á vegum Integrative Intentions og held áfram að kynna mér og læra hin ýmsu óhefðbundnu meðferðar úrræði. Ég hef unnið á slíkum prógrömmum á Íslandi, Bandaríkjunum, Portugal og Írlandi – hef tekið þátt í 18 prógrömmum.

Undanfarin ár hef ég einnig sótt námskeið í miðlun, trans og transheilun í hinum virta Arthur Findley Spiritual College.

Ég þróaði og kenni grunnnámskeið í heilun og er að þróa framhaldsnámskeið í því.

 • Skráður Græðari skv lögum nr 34/2005 og reglugerðum nr. 876/2006, 877/2006.
 • Vara formaður Cranio Sacral félags Íslands (CSFÍ) apríl 2009-2014
 • Félagi í CranioSacral félagi Íslands sem er partur af BIG (Bandalag Íslenskra Græðara)
 • Upledger Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð – CST, CST2, SER1, SER2, ADV, ADV2, TBS, TIDI, CSP (sérhæft fyrir meðhöndlun á börnum), SICS  (fyrir skynúrvinnslu vandamál) og CTTB1 (unnið er með glial frumur heilans og mænu til að stuða að “self-correction” í taugakerfinu).  Meðferðina vinn ég líka í vatni.
 • Aðstoðarkennari (TA) mörgum sinnum á CST1 , CST2, SER1,SER2, Advanced og Barna (pediatric) námskeiðum í höfuðbeina og spjaldhryggmeðferðinni hjá Upledger skólanum og er enn að.
 • Barral Institute – NM1 og NM2 þarsem unnið er með taugar í líkamanum – VM1 þarsem unnið er með innri líffæri (lifur, magi, ristill osfv.)
 • Chikly Health Institute – LCFS-FM námskeið sérhæft í meðhöndlun á vefjagigt og síþreytu, B1 (Brain 1) sem er sérhæft í að vinna með hina mörgu hluta heilans, HCT1 þar sem unnið er með tilfinningarnar og tengingar til foreldra og forfeðra.
  VT-O  þarsem unnið er með Tunguhöft og vandamál eftir aðgerðir eða öndunarvélar.
 • Heilbrigðisskólinn í Ármúla
 • Arthur Findley Spiritual College – Hef sótt 7 námskeið þar ýmist í miðlun, trans, líkamlegum trans (physical mediumship) eða transheilun (aðallega í transheilun)
 • Meta Medicine greiningartækni – 2 daga námskeið með Richard Flook
 • Sálarrannsóknarskóli Reykjavíkur
 • Þróunarhópur í Sálarrannsóknarfélagi Íslands
 • Námskeið Blái geislinn – lita/kristalla heilun
 • Margrét Jónsdóttir – Kristalla/lita heilun
 • Sidereus Energy healing námskeið (dýraheilun)
 • MPRUE master og Grandmaster Reiki vígsla – Elisabeth Frauendorfer
 • Crystal Diva vígsla – Peggy Jentoft
 • Námskeið í notkun Hemi Sync tækni Monroe Institute – Carmen Montoto

Viðtal í Morgunblaðinu 2010

Sjóvarpsviðtal hjá ÍNN