Go to content Go to navigation Go to search

Helgir skartgripir

Sérhannaðir og helgaðir skartgripir

Gegnum árin hafa steinar verið ástríðan mín og hef ég unnið með þá í lífi og starfi í fjöldamörg ár.
Hef ég í gegnum árin verið að ráðleggja fólki við notkun steina og kristalla með góðu gengi. Á þessum árum hef ég tekið eftir að helsta spurning skjólstæðinga minna er “Hvaða steinn er bestur fyrir mig ?”

Ákvað ég þess vegna árið 2007 að byrja að veita einstaka þjónustu, Hún felst í því að í samvinnu við krafta steinanna skapa ég einstakt hálsmen eða armband eingöngu úr ekta steinum/kristöllum.

Hægt er að óska eftir ákveðnum eiginleikum skartgripsins til að styðja við þig á lífsgöngunni t.d. til að stuðla að velgengni, hjálpa þér að finna innri frið, styðja við þig á þroskagöngu sálar þinnar, betri heilsu, hjálpa þér að tjá þig og þinn sanna vilja, styrkja og styðja við þinn einstaka persónuleika o.s.frv.

Ekki þarf að taka fram sérstakan eiginleika en þá stilli ég mig inn á einstaklinginn sem á að fá skartgripinn og skapa það sem styður við hans lífsgöngu.

Skartgripina kalla ég “Helga skartgripi” vegna sköpunarferilsins og tilgangi. Í ferlinu stilli ég mig inn á einstaklinginn – sérvel svo hvern stein – hreinsa og hleð við sérstakar aðstæður (m.a. í orku tunglsins) og set svo saman í dásamlega hálsfesti og/eða armband.

Þær upplýsingar sem ég þarf á að halda er fullt nafn og fæðingar dagur þess sem skartgripinn á að fá og ég skapa fyrir þig einstakt hálsmen.

Hægt er að sjá myndir á þessari síðu.