Go to content Go to navigation Go to search

Gleðilegt nýtt ár!

Saturday, 28. January 2023

Orkulind er flutt!
Eftir langa leit þá fann ég loksins framtíðar húsnæðið fyrir stofuna mína. Það er mun stærra sem gerir mér núna kleift að vera með Gongslökun og tónheilunar kvöldin í mínu eigin húsnæði og einnig hef ég loksins pláss til að vera með námskeið í heilun aftur eftir langa pásu.
Ég stefni líka á að halda áfram með opnu hugleiðslukvöldin og fleiri námskeið og skemmtilegar kvöldstundir.

Að tilefni þess langar mig að gefa til þess að halda uppá það!
Ég ætla að gefa 2 einkatíma í tónheilun, 2 einkatíma í Gong Seremoníu með cacao og 6 pláss í hljóðferðalag. Dreg út 10 manns!

Til þess að komast í pottinn þarf að skrifa undir færsluna og smella like á Orkulind.is á Facebook.
Ég dreg 10.febrúar

Hlakka innilega að taka á móti ykkur á nýjum stað, Síðumúla 25.