Go to content Go to navigation Go to search

Heilun – Grunnnámskeið

Það er ætlað þeim sem hafa litla sem enga reynslu í heilun eða orkuvinnu.Eftir námið hefur þú kunnáttu og aðferðir til að heila og hjálpa einstaklingum í þínu nánasta umhverfi, fjölskyldu og vinum.

Chakras

Það sem t.d. verður farið í :

 • Við getum öll heilað – hjálpa þér að finna hvar þinn styrkur liggur
 • Hvernig á að hreinsa áruna – hvernig áruhreinsun getur létt á verkjum
 • Æfðar mismunandi leiðir við að skynja orku
 • Hvernig við getum losað um spennu í líkama
 • Hvernig við getum fundið að orku/spennu losun hefur átt sér stað við heilun
 • Hvernig maður kemur í veg fyrir að missa eigin orku við heilun
 • Gengið í gegnum heilunartíma -skref fyrir skref – frá móttöku skjólstæðings til enda tímans
  • Hvernig á að byrja og loka heilunar tíma
  • Hvernig á að tengja sig og jarðtengja áður en maður heilar
  • Hvernig á að setja upp “heilunar rými”
 • Hvernig á að taka á því ef heilari missir einbeitingu sína yfir í eigin hugsanir við heilun
 • Líkamsstaða og áhrif hennar á skjólstæðing okkar og okkur sjálf
 • Hvernig á að vera hlutlaus og ástæða mikilvægis þess
 • Hver munur er á orkustöðvum að framan og aftan
 • Hvernig á að bregðast við ef skjólstæðingur fer að gráta
 • Orsök veikinda og þegar einstaklingar halda í veikindi
 • Hugleiðsla og leiðir til að kyrra hugann
 • Mismunandi “tegundir” orku
 • Hvernig hægt er að verja sig gegn fólki sem tekur frá manni orku í daglegu lífi
 • Streituhormón og áhrif þeirra á líkamann
 • Hvernig fólk hefur áhrif á okkur og hvað það getur verið að segja okkur
 • Við erum aldrei sterkari en grunnurinn okkar – mikilvægi sjálfsvinnu
 • Mikilvægi þess að fylgja sínu hjarta og hvernig við sköpum okkar eigin raunveruleika.
 • Mismunandi aðferðir við heilun
 • og margt fleira…

Ekki er ætlast til að þú vinnir með heilun sem starf eftir grunn námið.

Síðar mun ég halda framhalds námskeið í heilun þar sem dýpkun á kunnáttu mun eiga sér stað og farið verður í “flóknari” aðferðir, skynjanir og sjálfsvinnu.

Heilun