Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Thursday, 5. April 2007
Langaði bara að skutla inn páskakveðju :)
Hafið það gott!
Tinna María
Friday, 23. March 2007
Þá er það komið á hreint :)
Ég mun ferðast til USA 9 – 16 maí þar sem ég mun taka þátt í “Intensive therapy” prógrammi fyrir börn sem kennarar ADV námskeiðsins halda og buðu mér að koma á til að aðstoða þau. Held að þetta sé álíka því sem verður í Bláa Lóninu í apríl nema sú hrina er ekki fyrir börn. Ég ætlaði líka að vinna í lóninu en því miður er það á sama tíma og árshátíðarferð vinnunar minnar..
Til að útskýra aðeins betur hvað svona prógram er þá er verið að meðhöndla svona 8-10 einstaklinga allan daginn í ~5 daga af ~ 30 meðferðaraðilum, þeas. 2-3 meðferðaraðilar vinna allir í einu með hvern einstakling, með ýmsum meðferðarúrræðum t.d. nálastungur og liðlosanir en grunnur alls er höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð… S.s. mjög “intensive” og er mjög árangursrík!
Góða helgi!