Go to content Go to navigation Go to search

“Meðferðar hrina”

Friday, 23. March 2007

Þá er það komið á hreint :)

Ég mun ferðast til USA 9 – 16 maí þar sem ég mun taka þátt í “Intensive therapy” prógrammi fyrir börn sem kennarar ADV námskeiðsins halda og buðu mér að koma á til að aðstoða þau. Held að þetta sé álíka því sem verður í Bláa Lóninu í apríl nema sú hrina er ekki fyrir börn. Ég ætlaði líka að vinna í lóninu en því miður er það á sama tíma og árshátíðarferð vinnunar minnar..

Til að útskýra aðeins betur hvað svona prógram er þá er verið að meðhöndla svona 8-10 einstaklinga allan daginn í ~5 daga af ~ 30 meðferðaraðilum, þeas. 2-3 meðferðaraðilar vinna allir í einu með hvern einstakling,  með ýmsum meðferðarúrræðum t.d. nálastungur og liðlosanir en grunnur alls er höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð… S.s. mjög “intensive” og er mjög árangursrík!

Góða helgi!