Go to content Go to navigation Go to search

A – B

Amethyst
Róar taugar, dregur úr vökvasöfnun og bjúg. Hjálpar að vinna úr ótta. Andlegur, friður, hugrekki, hreinsun á líkama og sál. Vinnur með augu, lifur, maga, milta, nýru/nýrnahettur og skjaldkirtill. Vinnur á bólgum.

Amazonite
Sefar taugakerfið, styrkir hjartað. Gefur styrk við lífsins áskoranir. Stuðlar að jafnvægi í geðlíkama og orkulíkama. Dulrænir hæfileikar. Velgengni og fjárhættuspil.
Hálsstöð.

Amethyst
Hugleiðsla, tenging við æðri heima, styrkur til að berjast gegn fíknum. Andleg vernd. Styrkir innkirtla- og ónæmiskerfið. Róar taugakerfið. Vinnur á blóðsjúkdómum. Vinnur með heiladingul. Hjálp við martröðum, mígreni, höfuðverk, ofneyslu. ótta, streitu og þunglyndi.

Chevron Amethyst
Sjálfs uppgvötun og þroski. Ber mikla þekkingu um heilun. Hugleiðsla, tenging við æðri heima, styrkur til að berjast gegn fíknum. Andleg vernd. Styrkir innkirtla- og ónæmiskerfið. Róar taugakerfið. Vinnur á blóðsjúkdómum. Vinnur með heiladingul. Hjálp við martröðum, mígreni, höfuðverk, ofneyslu. ótta, streitu og þunglyndi.

Angelite
Styrki og hjálpar við að koma á tengingu við hærri svið, að tengjast leiðbeinendum, kennurum og verndar englum. Kemur jafnvægi á líkamlega og andlega orku. Styrkir fjarskynjun, setur upp verndarskjöld og kemur á frið. Lykillinn að hærri sviðum ljóssins.

Agat
Hugrekki og þolgæði, styrkur, langlífi. Kyngeta, lungu, ristill, blóðrás, sogæðakerfi og briskirtill.
Lækkar sótthita og verndar.

Turitella agat
Auðveldar samskipti við steina og plönturíkið. Hjálpar plöntum að lifa og dafna.

Moss agat
Velmegun, faldir fjársjóðir, samskipti við plönturíkið. Styrkir pottaplöntur. Alhliða heilunarsteinn.

Blue lace agat
Samskipti við engla, tjáning, æðri svið og vernd. Vinnur varlega með hálsstöð.Hjálp við hálsbólgu, Vinnur með kjálkasvæði og hnakka. Friður og hamingja. Hálsstöð.

Snakeskin agate
Hann friðar hugann, hjálpar til við að finna týnda hluti og myndar sterka tengingu við dýraríkið. Mjög sérstakur steinn.

Amber
Dregur fram fegurð þess sem með hann gengur. Tenging við orku sólarinnar. Velgengni, velmegun, heilun, lífskraftur og gleði. Kröftugur steinn til gera drauma að veruleika.

Ametrin
Hann sameinar andlega skýrleika og styrk viljans með hærri skynjun á andlegum tilgangi og hreinleika manns. Hann getur virkt 3 og 7 orkustöðvarnar til að koma persónulegum krafti manns í það að þjóna sínum æðsta tilgangi. Hann fælir frá “neikvæða” orku í umhverfi manns.

Apatite
Opin tjáning, sterk sannfæring. Að tjá sannleikann. Örvar huga og eykur styrk manns. Hjalpar við að ná jafnvægi á aðrar orkustöðvar. Hjálp í þróun miðlunarhæfileika og að ná sambandi við aðra heima. Eykur ímyndun og sköpunar kraft. Uppvekur innra sanna sjálfið. Aðstoð í megrun. Hálsstöðin.

Peach aventurine
Huglægir kraftar, velmegun, friður, heilun, lukka , tilfinninga vernd. Alhliða heilunarsteinn. Vinnur gegn kvíða, streitu og hjálpar að vinna úr ótta. Örvar vöðvavefi, styrkir blóð, vinnur með sjón, vöðvavefi / frumbyggingu, hjarta og húðvandamál.
Sérstakur sköpunar kraftur. Hvatastöð.

Aventurine
Huglægir kraftar, velmegun, friður, heilun, lukka , tilfinninga vernd. Alhliða heilunarsteinn. Vinnur gegn kvíða, streitu og hjálpar að vinna úr ótta. Örvar vöðvavefi, styrkir blóð, vinnur með sjón, vöðvavefi / frumbyggingu, hjarta og húðvandamál. Hjartastöð.

Apophyllite
Dulsjón og miðlun. Lagar höfuðverk. Hjálpar manni að sjá sannleikann í öllum aðstæðum, hjálpar að halda sterkri, hreinni tengingu við líkamann við astral ferðalög og hjálpar við að muna fullkomlega eftir slíkum ferðalögum.

Azurite
Auðveldar okkur að sjá í gegnum truflanirnar á vegi okkar svo að við getum fylgt og séð okkar innri sannleika. Hjálpar okkur að sjá sannleikann í aðstæðum.
Blóðsteinn
Heilun, sigur, hugrekki, styrkur, kraftur. Dregur úr kvíða, jarðtengir og fókusar. Vinnur með bein/beinmerg, blóðleysi, blóðsjúkdóma, blóðstreymi, hjarta, móðurlíf/blæðingar og milta. Hjálp við höfuðverk , stöðvar blæðingar. Eykur lífsorkuna.
Rótarstöð.

Bojis
Samanstanda af kvk og kk steinum. Saman samstilla þeir og koma jafnvægi á alla “líkama” manns og orkustöðvarnar á öllum sviðum. Þeir fjarlægja einnig stíflur í orkukerfinu.