Go to content Go to navigation Go to search

Tónheilun og Gong slökun

Ég hef alltaf verið mjög meðvituð um tónlist/tíðni og áhrif hennar á einstaklinginn og byrjaði ég því að vinna með tóngafla 2008 en í gegnum árin hefur ég bætt við mig fleiri hljóðfærum (Gong, Crystal skálar, trommur o.flr.) sem ég vinn með, bæði sem part af annarri meðferð og sér tónheilunartíma fyrir einstaklinga og hópa.

Hljóðheilun/slökun snýst um að koma líkamanum þínum í djúpt theta slökunarástand (svipað og þegar þú sefur) til þess að vinna gegn stressi og streitu, dvelja í djúpu endurnærandi slökunar ástandi fyrir líkamann þar sem hann getur endurnýjað sig.
Andlega getur hljóðheilun losað um gamlar og jafnvel grafnar tilfinningar þar sem víbringurinn og hljóðin frá hljóðfærunum vinna beint með frumur líkamans, taugakerfi, líkamsviskuna og undirmeðvitundina svo hugurinn þvælist ekki fyrir.
Hljóð er eitthvað sem þú getur bæði heyrt og fundið fyrir – líkamlega og tilfinningalega. Við þekkjum flest hvernig hægt er að fá líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð við hljóðum eða tónlist í daglegu lífi einsog gæsahúð, tár, gleði og sorg osfv.

Hljóðin frá gonginu geta fært huga þinn í djúpt slökunar/hugleiðslu ástand án þess að þú þurfir að hafa nokkuð fyrir því. Hljóðbylgjurnar hafa þau líkamlegu áhrif að þær virkja ósjálfráða taugakerfið (parasympatíska/rest and digest) sem er hvíldar ástand líkamans og koma líkamanum þínum aftur í jafnvægi í gegnum fyrirbrigði sem kallast ómun (sympathetic resonance).

Að stunda reglulega gong slökun og tónheilun getur minnkað stress og streitu ástand í líkamanum, spennu í vöðvum og léttir lund, ásamt fleiri jákvæðum áhrifum.
 
Einkatímar í tónheilun

Einkatímarnir eru ólí´kir hópa tímunum að því leiti að meðferðin verður mótuð eftir þörfum einstaklingsins. Í einkatímum nota ég sérstaka tónkvísla á mismunandi staði á líkamanum ásamt því að leggja skálar á líkama meðferðarþega. Í einkatímum nota ég öll þau hljóðfæri sem ég á, eftir þörfum einstaklingsins, þ.m.t crystalskálar, gong, hristur, vindhörpur ofl.

Öll hljóðfærin vinna heildrænt með líkamann og orkusvið hans – losa um og koma hreyfingu á staðnaða orku en hárfínn munur er á milli hljóðfæra. Helsti munurinn er þessi.

2 grunngerðir á kvíslum eru til – þeir sem eru með lóð og þeir sem hafa ekki lóð. Þeir sem eru með lóðum hafa dýpri tón og hægt er að leggja á líkamann til að hafa beint áhrif á líkamsstarfsemi – þeir sem ekki hafa lóð eru með hærri tón og hljóma styttra og hafa meiri áhrif á “subtile” body eða orkulíkamann.

Tromman og hrisstan brýtur upp staðnaða orku, losar um og kemur hreyfingu á orkuna. Þau vinna mest á neðri orkustöðvum, líkamlegu orkusviði. Orkuvinnslan er jarðtengdari.  Reglulegru trommusláttur minnir okkur á hjartslátt móður jarðar.

Söngskálar úr kvarts kristal losa um og koma hreyfingu á staðnaða orku eða föst orkumein en á annari tíðni. Þær vinna meira í “subtile” eða orkulíkama. Fíngerð vinna í orkustöðvum líkamans. “Opnandi/Expanding”

Nepalese söngskálar vinna á jarðtengdari hátt fyrir taugakerfið að slaka og jarðtengja, ásamt því að losa um og koma hreyfingu á staðnaða orku.

Vindhörpur hafa áhrif á taugakerfið og slakandi áhrif á hugann. Hljómur þeirra vinnur inn í slökun á kerfnu og útvíkkun á orkusviði.

Gongin gefa frá sér hljóð sköpunar. Hljómurinn þeirra er margslunginn, í mörgum “layers”  og mismunandi eftir Gongi. Það er mikið um yfirtóna / harmonics/overtones, meira en flest önnur hljóðfæri í heiminum.  Gongin vinna á mjög kröftugan hátt með allt kerfið, hreinsa, slaka, jarðtengja og eða útvíkkun á orku. Ég vinn með 6 Gong en hvert þeirra hefur mismunandi áhrif á líkamann. Sum eru djúp jarðtengjandi, umvefjandi og slakandi fyrir taugakerfið meðan önnur opna meira og hreinsa og sópa út því sem er gamalt og staðnað svo eru önnur sem láta mann jafnvel svífa lengst útí geim!

Ég tek samt fram að erfitt, eða í raun ómögulegt, er að skilgreina hljóðfærin á þennan hátt þarsem upplifun einstaklingsins getur verið svo misjöfn og þarfir misjafnar. Hljómar virka þannig að hver einstaklingur tekur það sem hann þarf á að halda hverju sinni. Allveg einsog 4 einstaklingar hlusta á sama lagið, sumum finnst það ágætt, öðrum finnst það leiðinlegt eða jafnvel pirrandi og suma snertir það hjartarætur eða veldur gæsahúð. Þessi útlistun hér að ofan er aðallega fyrir þig að fá einhverja hugmynd um hvernig hljóðfærin vinna.

sharps.jpgmeridian_20.jpgplanetary1.jpg