Go to content Go to navigation Go to search

Leikja og slökunar námskeið

4 vikna leikja- og slökunar námskeið fyrir fullorðna
Með þessu námskeiði langaði mig að gefa fólki færi á að kynnast og gera tilraunir með hinar ýmsu skynjanir á orku í afslöppuðu og skemmtilegu rými þar sem léttleiki og leikgleðin ríkir frekar en alvarlegheit sem stundum vill fylgja andlegri iðkun.
Við ætlum að leika okkur með og læra að skynja orkuna sem er allt í kringum okkur, skynja orkuna okkar, orkuna frá hvort öðru (áruna) og frá steinum.
Við ætlum að ná betri tengingu og dýpri skynjun á líkamann og finna hvernig hugsanir hafa áhrif á hann.
Við ætlum að hugleiða og njóta þess að liggja í djúpri slökun bæði í þögn og njóta tónheilunar flæði þar sem bæði þögnin og hljóðin baða líkama okkar og hjálpa sálinni að færa upp á yfirborðið það sem þarf hjá hverjum og einum.
Við opnum fyrir einstaklings sköpunarflæðið með því að t.d skapa með höndunum (leira, teikna og flr.)
Sum kvöldin munum við drekka kakó, hreyfa líkamann og opna röddina aðeins í leik.
Við opnum fyrir öll skilningavitin í leikgleði, einlægni og trausti. Viltu vera memm?
Praktískar upplýsingar :
Námskeiðið er 4 skipti, 1x í viku.
Kostar 27.900 – allt innifalið í verði
Skráning og/eða frekari upplýsingar í skilaboðum eða tölvupósti tinna@orkulind.is