Go to content Go to navigation Go to search

Stuttar hugleiðslur

Slökun
Byrjaðu á því að loka augunum, draga djúp inn andann og anda svo rólega út

Sjáðu fyrir þér að þú sitjir í stól fyrir framan kertaljós, þú situr þar um stund, horfir í logann og leyfir hugsunum þínum að skjótast framhjá…taktu eftir þeim en ekki halda í þær…Þú lokar augunum og andar djúpt að þér og andar rólega frá þér og finnur um leið að allur líkami þinn slakar á, þú tekur eftir að öll spenna í höfði, hálsi, öxlum og baki líður út úr líkama þínum með hverri útöndun…því næst finnurðu alla spennu líða úr brjóstkassa, handleggjum, höndum og fingrum…..prófaðu að spenna fingur og slaka svo á þeim og finna hver munurinn er á spennu og slökun í vöðvunum…næst slakarðu á kvið, fótleggjum, fótum og tám….Nú ert þú komin/n í góða slökun og líkami þinn slakar vel á….

Ef hugsanir gera vart við sig meðan á þessari hugleiðslu stendur leyfðu þeim að koma, taktu eftir þeim og leyfðu þeim að fara aftur….

Stjarnan – orkustöðvar
– Þessi hugleiðsla hreinsar og hleður orkustöðvarnar-

Þú situr í stól í hálfmyrku herbergi fyrir framan kertaljós með lokuð augun…..
Fyrir framan þig sérðu stjörnu….stjarnan byrjar að breyta um lit og verður rauð…næst færist stjarnan nær þér og smýgur inn í rótarstöðina þína…rauða stjarnan fyllir rótarstöðina og hreinsar hana og hleður..finndu hlýu rauða lits jarðarinn og fylltu líkama þinn rauða ljósinu…næst verður stjarnan appelsínugul og ljósið fyllir og hreinsar hvatastöðina þína….nú er stjarnan gul á lit og ljósið fyllir og hreinsar sólarplexusinn þinn…….þarnæst verður stjarnan græn/bleik og ljósið flæðir inn í hjartastöð þína, fyllir hana og hreinsar….taktu eftir tilfinningunni sem fylgir þessu…finndu kærleikann og hlýjuna fylla líkama þinn…..næst verður stjarnan þín blá á lit og ljósið flæðir inn um hálsstöðina þína, fyllir hana og hreinsar…..núna er stjarnan fjólublá og fyllir þriðja auga þitt af fjólubláu ljósi…..þú sérð og finnur að ljósið hreinsar þriðja augað þitt, sæti innsæis þíns………nú sérðu stjörnuna þína stækka og stækka og hún er opal hvít og glitrandi á lit….stjarnan færist að höfuðstöð og flæðir inn um höfuðstöðina…þetta er litur ljóssins og þú finnur hvernig ljósið hreinsar og fyllir höfuðstöðina…… Þú finnur hvernig líkami þinn víbrar allur af orku og kærleika….. Núna er stjarnan þín staðsett fyrir ofan höfuð þitt, hún staðnæmist þar og þú sérð hvernig hún myndar spíral utan um þig og spírallinn birtir á mis alla liti orkustöðvanna og flæðir inn um líkaman og allt í kringum hann…..rauður, orange, gulur, grænn/bleikur, blár, fjólublár og silfur hvítur……..Þú sérð að allar orkustöðvar þínar, að framan og aftan, á sitthvorri öxl, olnbogum, úlnliðum, lófum, sitthvoru megin á mjöðum, hnjám og iljum eru hreinar, tengdar hvor við aðra og snúast á réttum hraða…… og þú finnur hvernig orkuspírallinn hefur hlaðið líkama þinn og sál og þú ert endurnærð/ur……
Þegar þú ert tilbúin að snúa aftur sjáðu þá fyrir þér að þú klæðir þig í sokka, buxur, peysu, hanska. trefil og húfu og þú smeygir þér inn í dúnmjúkann svefnpoka og rennir upp að höfði og leggst í hvíld. Þú ert aflsöppuð, endurnærð og full af friði og kærleika…

Fossinn- orkustöðvar
– Þessi hugleiðsla hreinsar og hleður orkustöðvarnar-

Fyrir framan þig sérðu kúlu sem minnir á sápukúlu…þú stigur inn í hana og hún tekst á loft og flytur þig yfir fjöll og hæðir þartil hún lendir aftur á einstökum stað fyrir framan hlið…..þetta er stórt hlið og þú sérð að hliðið fer að opnast……..þegar hliðið hefur opnast sérðu að þetta er inngangur að garði, þínum einstaka garði, garður sem þú getur alltaf heimsótt þegar þú þarft á friði og hvíld að halda….
þú stígur inn í garðinn og lítur í kring um þig…..þú sérð fallegan lítinn foss sem rennur í lítilli á……í þessari á getur þú alltaf hreinsað líkama þinn og sál… og þú ætlar að gera einmitt það núna….þú stígur niður í ána og finnur að hún er hlý og notaleg…..þú syndir að fossinum og baðar þig í honum…..þú finnur hvernig vatnið hreinsar þig……þú tekur eftir því að vatnið breytir um lit… fossinn verður rauður og flæðir yfir líkama þinn, hreinsar rótarstöð þína og öll óhreinindi og þyngri orka skolast í burtu með vatninu…..nú verður fossinn appelsínugulur og flæðir yfir líkama þinn og hreinsar hvatastöð þína……næst verður litur fossins gulur….gula vatnið flæðir yfir líkama þinn og hreinsar sólarplexus stöð þína……….þarnæst verður liturinn grænn/bleikur og flæðir yfir líkama þinn, hreinsar allar orkustöðvar þínar og fyllir hjartastöðina og hreinsar….aðsetur kjarna þíns og kærleika……….nú verður vatnið blátt og það flæðir yfir líkama þinn og hreinsar hálsstöð þína….setur ytri tjáningar…og þú finnur hvernig léttist á þér og allar erfiðar tilfinningar flæða úr hjarta þínu út í vatnið…..nú er vatnið fjólublátt en það er litur þriðja augans….fjólublái liturinn flæpir yfir líkama þinn og hreinsar þriðja auga þitt og líkama……að lokum fær vatnið á sig hvítan ópal gljáa og það sindrar fyrir augum þínum og flæðir yfir höfuð þitt og líkama….hreinsar höfuðstöð þína og hleður hana……….þegar fossinn breytist aftur í glært vatn stendurðu um stund og nýtur þess að hvíla í hlýja vatninu…. Þú sérð að allar orkustöðvar þínar…. að framan og aftan, á sitthvorri öxl, olnbogum, úlnliðum, lófum, sitthvoru megin á mjöðum, hnjám og iljum eru hreinar, tengdar hvor við aðra og snúast á réttum hraða……Þegar þú ert tilbúin/n til að snúa aftur eða langar til að skoða garðinn þinn betur stígurðu upp úr vatninu og lætur sólina þurrka þig……þegar þú snýrð aftur gengurðu út um hliðið og aftur upp í kúluna og hún svífur með þig varlega til baka…..þegar þú lendir og stígurðu út úr kúlunni sérð fyrir þér að þú klæðir þig í sokka, buxur, peysu, hanska. trefil og húfu og þú smeygir þér inn í dúnmjúkann svefnpoka og rennir upp að höfði og leggst í hvíld…….Þú ert aflsöppuð, endurnærð og full af frið og kærleika…

Kjarninn
Þú ferð innávið….þú sérð fyrir þér kjarna þinn, hann er fyrir miðju brjósti..taktu eftir því hvernig hann lítur út, hvernig er hann á litin, er hann harður eða mjúkur…hvíldu á þessum stað…í kjarna þínum….taktu eftir því hvernig þér líður….ef einhverjar hugsanir birtst leyfir þú þeim bara að koma, tekur eftir þeim og sleppir………þegar þú ert tilbúin að snúa aftur sjáðu þá fyrir þér að þú klæðir þig í sokka, buxur, peysu, hanska. trefil og húfu og þú smeygir þér inn í dúnmjúkann svefnpoka og rennur upp að höfði og leggst til hvíldar….Þú ert Aflsöppuð, endurnærð og full af frið og kærleika…

Vernd
Sjáðu fyrir þér að þú stígir inn í kúlu, þessi kúla er silfruð á lit með bláum ljóma, biddu um engu sé hleypt að þér sem ekki er frá ljósinu eða vill þér ekki vel…..sjáðu hvernig þú verður ósýnileg/ur fyrir öllum þeim sem vilja þér ekki vel……Ef aðstæður leyfa segðu upphátt, ég er vernduð! (hægt er að gera þetta við alla hluti t.d. húsið þitt)