Go to content Go to navigation Go to search

Áran og orkustöðvarnar

Ég hélt fyrirlestur um áruna og orkustöðvarnar fyrir nokkrum árum síðan – Hér er ég búin að draga saman fyrirlestrar efnið í grein.

Áran er rafsegulhjúpur sem umlykur líkamann, hún er einnig kölluð “blik”. Áran skiptist í 7 lög (sem þekkt eru) og þau skiptast í 3 svið.

1. Eterlíkaminn / ljóslíkaminn: Frá honum stafar silfurhvítur/gylltur blær. Mótar líkamann, sviðið á undan efni , vex inní eter. Er blá/grá á litinn. Í honum er lífsorkan fólgin. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þegar við deyjum missum við nokkur grömm af fyrri líkamsþyngd og talið er að það gerist þegar ljóslíkaminn hverfur . Hann er næmur fyrir ýmsum áföllum t.d. losti og skurðaðgerðum. Oftar en ekki er hægt að finna skurð á ljóslíkamanum eftir skurðarðgerð þrátt fyrir að líkaminn sjálfur hafi gróið að fullu.
Því er mjög gott að leita til heilara eftir slík áföll til að koma á jafnvægi. Ef daufir, dimmir eða mjólkurhvítir blettir koma fram bendir það til veikleika í efnislíkamanum. Allir sjúkdómar birtast fyrst í ljóslíkamanum áður en þeir taka sér bólfestu í líkamanum sjálfum. Við reykingar fær hann á sig daufan og gráleitan blæ. Vegna þess hver orka ljóslíkamans er svipuð þeirri efnislegu er hún mjög næm fyrir ástandi efnislíkamans t.d. þegar við erum þreytt þá dregst ljóslíkaminn oft saman.

Rótarstöðin
er orkustöð ljóslíkamans á líkamlega sviðinu. Litur hennar er rauður og hún stjórnar líkamlegri starfsemi, líkamlegri skynjun, að finna fyrir líkamlegum sársauka og ánægju. Ósjálfráð starfsemi líkamans og sjálfvirk taugaboð. Rótarstöðin tengir mann við móður jörð (jarðtenging).
Hún stjórnar orkustraumum til fóta/leggja, endaþarms, neðri hluta þvagblöðru og nýrnaganga, rófubeins, neðstu hryggjaliða, legganga hjá konum, þvagganga og nýrnahetta, ónæmiskerfið.
Í rótarstöðinni hvílir allt traust okkar og öryggi bæði á okkur sjálfum og öðrum, traust á því lífi sem við lifum. Sé hún hrein og í góðu jafnvægi búum við við innra öryggi, oftast einnig öruggar kringumstæður og fjárhagslegt öryggi og erum í heild sátt við okkur sjálf og tilveruna.
Ótti og óöryggi í rótarstöð hefur tilhneigingu til að tengjast öllu mögulegu öðru en hinni upphaflegu orsök og getur þannig birst í t.d. minnmáttarkend, ótta við lyftur, göng og háhýsi. Slæmt jarðsamband sést á innra óöryggi sem t.d. kemur fram við hversdagslegar ákvörðunartökur og sem langvarandi þreyta.
Ráð til að styrkja hana: Taka eigin og sjálfstæðar ákvarðanir og láta svo útkomuna ráðast. Að brjóta ekki loforð sem við gefum okkur sjálfum. Láttu ekki aðra bera ábyrgð á því sem skiptir þig miklu máli. Vera sannur gagnvar stjálfum sér og reyna að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

2.Tilfinningarlíkami/Geðlíkami

Birtist sem marglitt ský úr síflæðandi efni. Hver litahnoðri er tilfinning og vitund okkar sveimar á milli og tengist þeim einum af öðrum. Hann býr yfir bæði meðvituðum og ómeðvituðum tilfinningum. Ef horft er á áruna ber mest á geðlíkamanum því þar er hreyfingin á orkunni mest. Þegar við tengjumst einhverjum þessa lita”hnoðra” er tilhneigingin ávalt sú að skynja alla tilveruna eingöngu í þeim lit, einsog ekkert annað sé raunverulegt þá stundina,t.d. þegar við erum glöð skynjum við tilveruna í gleði ljóma en ef við erum reið fara allir og allt í taugarnar á okkur og við tökum öllu sem persónulegri móðgun.
Þeir sem lifa og hrærast í eigin tilfinningum eru með óeðlilega stóran geðlíkama – óeðlilega lítill geðlíkami sést af þurrum persónuleika sem þekki sennilega hvorki tilfinningar sínar né notar þær. Hjá þeim eru öll svör löng og nákvæm en um sínar eigin tilfinningar verður svarið stuttaralegt eða fer út í langar og skynsamlegar útskýringar á afstöðu sinni.

Geðlíkamninn hefur að geyma minningar um allt okkar líf. Þessar tilfinningar eru oft bundnar efnislíkama mjög sterkum böndum og talið er að frumur líkamans séu gæddar minni. Hægt er að losa um þær með réttum aðferðum, t.d. höfuðbeina- og spjaldhr.meðferð eða jóga, ef þörf krefur.
Skýrar og virkar tilfinningar t.d. kærleikur og reiði eru tærir og bjartir litir – tilfinningaflækjur og innbyrgð reiði eru dökkar og gruggugar.

Hvatastöðin er sú orkustöð sem tilheyrir geðlíkama. Litur hennar er appelsínugulur og hún stjórnar tilfinningum og kenndum. Hún er staðsett uþb. 7cm neðan við nafla. Hún sér um að flytja orku til nýrna, efrihluta þvagblöðru, kynfæra og æxlunarkerfis, smáþarma og spjaldhryggjar.
Sund og allt sem vatni viðkemur styrkir þessa stöð. Í hvatastöðinni býr CHI orkan skv. austrænni speki. Dýrkun á líkamlegri þjálfun og sólardýrkun sem svo algengt er á þessum dögum er einskonar ómeðvituað form lífsorkustyrkingar þar sem andleg þroska viðleitni hefur gleymst.
Allt sem nefnist leikur tilheyrir þessari stöð. Kynlíf og að njóta lífsins gæða t.d. matur, drkkur, klæðaburður. Hættara er við ójafnvægi en hjá nokkurri annari stöð sem sýnir sig t.d. í ofáti, alkahólisma, fíkniefnanotkun (stjórnsemi(völd), kynlífsvandamál ogflr. Misnotkun er helsta hættan!
“Óhrein” hvatastöð býr yfir orkuþáttum sem fela í sér fýsnir og langanir sem oft krefjast þess að þeim sé fullnægt strax! Eðlileg starfsemi hennar felur í ser að geta notið lífsins á eðlilegan hátt og að þurfa ekki að líða illa þótt við fáum löngunum okkar ekki fullnægt strax.

3. Huglíkaminn
Innan hans fer öll hugsunarstarfsemi fram. Hann skiptist aðallega í þrjá meginhluta; efri huglægusviðin – millisvið og neðstu huglægu sviðin. Á neðstu þremur er að finna alla venjulega vitneskju um hversdagslega hluti sem við tileinkum okkur í daglegu lífi.
Séu þau virk erum við fær um að framkvæma allar einfaldar athafnir t.d. elda mat, þvo þvott, skipuleggja tíman okkar. Við þjálfun vangefna eru það aðallega þessi 3 svið sem lögð er áhersla á að þjálfa. Vitneskja á hærra plani krefst meiri vitsmunaorku. Á 4 sviði er skilningur á t.d. stærfræðilegum hugtökum og annari þekkingu sem krefst meiri vitsmuna. 5. sviðinu höfum við lítið kynnst en það er það svið þeirra lögmála sem liggja til grundvallar tilveru mannsins. Skilningur á eðli alheimsins sem liggur utan og ofan við það svið sem vísindin almennt viðurkenna (enda ná fæstir inn á 5 svið)
Á efstu sviðum er að finna dýpri skilning og þar skynjar vitundin á óhlutbundnari hátt innan samhengi alls. Sumum er eiginlegra að skynja hlut heildar, t.d. þeir sem eru ómeðvitaðir um nokuð sem kallast getur andlegt. Til að geta tekið við andlegum sannindum verður maður að vera virkur á hærri sviðum að einhverju leiti.
Huglíkamninn er hinn samtengjandi þáttur vitundarinnar þar sem öllum vitundarþáttum er raðað saman á heildrænan þátt.
Þeir sem aðeins gefa hugsunum gaum og fara aðeins eftir þeim en ekki tilfinningum hafa truflanir á orkuflæði huglíkamanum. Þeir sem ekki trúa á ærði kraft eru með orkustíflu sem hindrar tengingu við hærri andlegu sviðin.

Huglíkaminn hefur það hlutverk að halda geðlíkama í jafnvægi og hefur þann eiginleika sem geðlíkamann skortir – að skynja í samhengi. Huxun og hugræn starfsemi. Hugform birtast þar, liturinn segir til um tilfinningar til hugformsins.

Solarplexus er orkustöð huglíkamans, litur hennar er gulur og hún stjórnar þrepbundni hugsun. Hún er staðsett milli neðstu rifbeina og nafla og tengir mænu ofantil rétt ofan við nýrnahetturnar. Frá henni streymir orka til taugakerfis – lifrar og gallblöðru, ristils, briskirtils, maga, þindar og milta. Sé hún hrein og í jafnvægi á einstaklingur auðvelt með að tjá sig tilfinnigalega t.d. fær um að hlægja og gráta í návist annara. Reynir ekki að hylja tilfinningar sínar fyrir öðrum. Til að hreinsa hana og styrkja verðum við að taka tillit til eigin tilfinninga og veita þeim útrás, vera sannur gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Ef hún er bæld má stundum sjá dæld neðan rifbeins, þá beinist orka úr neðri tveimur orkustöðvunnum og veldur álagi á solarplexus og einstakl. er ófær um að stjórna eigin tilfiningum – Ef hún er ofvirk kemur það fram í sjórnsemi og má þá stundum sjá hana framstæða, magi stór og framstæður. Ef stöðiner of opin verður einstakl. of næmur gagnvart utanaðkomandi áhrifum – vantar tilfinningalegt viðnám
Ef lokuð þá er einstakl. tilfinningalega kaldur og ónæmur á tilfinningar annarra.
Jafnvægi – einstaklingur ánægður með sjálfan sig einsog hann er
Vandamál – t.d. valdafíkn.

4. Astralíkami

Er formlaus litaský (fallegri en tilfinningalíkami). Oft sömu litir og tilfinningal. en rauðbleikur litur kærleikans kemur inn. Hann er umbreytingasvið orku og þar fara fram samskipti á orkusviðinu. Astrallíkaminn er brúin milli efnissviðs og andlega sviðsins. Hann umbreytir og hreinsar orku milli sviðanna.

Hjartastöðin er orkustöð sem tilheyrir Astrallíkamanum. Litur hennar er græn/bleikur. Í henni elskar maður mannkynið í heild.
Henni tilheyrir hóstakirtill, hjarta, blóð, flakktaug, blóðrásarkerfi, lungu, hendur og axlir. Hún er staðsett nálægt miðu bringbeini. Hjartastöðin er bústaður óskilyrðislaus kærleika.
Karlmenn eiga oft erfitt með að láta í ljós örvæntingu eða særðar tilfinningar en allar þessar niðurbældu tilfinningar geta myndað ýmis vandamál í líkama og á sál t.d. hjartasjúkdóma og öndunarsjúkd.

Við styrkjum hjartastöðina með því að láta okkur þykja vænt um aðra, að gefa kærleika án þess að ætlast til að fá eitthvað í staðin. Að eignast og ala upp börn styrkir hana.
Hjartasöð sem er opin og í jafnvægi hefur þennan eiginleika, að gefa einungis fyrir gleðina að gefa.)

5. Etermót

Geymir fyrirmyndina af líkamanum. Við heilun á honum er hljóð áhrifaríkast. Öll efnisbirting gerist á þessu sviði.

Hálsstöðin er orkustöðin sem tilheyrir Etermóti. Litur hennar er blár og á við skjaldkirtil, raddbönd, lunganpípur, munn, háls og meltingarveg. Tjáning og heiðarleiki. Máttur orðsins, að hlusta og bera ábyrgð á gerðum okkar. Ef við tölum ekki okkar vilja og bælum niður það sem við viljum segja getur það valdið ýmsum kvillum, t.d. hálsbólgu og astma. Hún er í sambandi við æðri vilja sem tengist síðan guðlegum vilja. Með hálsstöðinni miðlar maður upplýsingum.(t.d við transmiðlun)
Til þess að styrkja hálsstöðina talar maður sinn vilja!

6. Guðlegi líkaminn
Þar upplifum við andlega sælu. Finnum að við erum eitt með Guðunum. Guðlegi líkaminn er úr pastellitum með ópalbjarma.(ótrúlega fallegur)
Þegar við höfum lyft vitund okkar á sjötta stig bliksins – Skilyrðislaus kærleikur – finnum að við erum partur af heildinni. Stjórnar heiladingli – neðri heila – vinstra auga – eyru – nef og taugakerfi.

Þriðja augað er stöð Guðlega líkamans – litur hennar er fjólublár /indigoblár
Með 3 auganu sjáum við hluti sem ekki sjást með líkamlegu augunum okkar. t.d. áruna. Við “visulizum” eða myndgerum með 3 auganu.

7. Orsakalíkami
Er gyllt ljós um 90 til 110 cm útfyrir líkamann og verndar öll hin sviðin. Þar er aðalkraftstraumurinn sem flæðir upp og niður mænuna og nærir allan líkamann. Hér birtast strengir fyrrilífa og áætlun æviskeiðs. Þegar vitundin hefur færst upp á 7 svið VITUM við að við erum eitt með Guðunum.

Hvirfilstöðin er stöð orsakalíkamans, Hún er hvít ljómandi á lit og stjórnar heilaköngli – efri heila – hægra auga – vöðvakerfi – beinagrindinni og húðinni. Hér tengist maður æðra sjálfi, vitneskju um andlega og tilfinningalega gerð okkar og sameiningu.
Sálin kemur og fer í gegnum hvirfilstöðina

Handan sjöunda stigs tekur við svið heildarvitundar sem ekki er hægt að upplifa frá takmörkuðu sjónarhorni einnar jarðvistar (8-9 ?)

———————————————————-
Oftast blandast saman og brenglast lægri stigin (kenndir-tilfinningar hvers til annars, hugarstarf) Okkur gengur ekki vel að sundurgreina þær sem veldur oft að hug- og tilfinningalíkamu virðist verka einsog 1 form. Þegar sjálfsskilningur eykst skýrast lögin.

Dauðlegir orkulíkamar

Ljóslíkami – lægri efnis
tilfinninfalíkami – Lægri efnis
huglíkami – lægri hugrænn
Brúin á milli
Astrallíkami – brú á milli
Sálin – lífir áfram frá einni jarðvist til annarrar
Etermót – Æðri efnis
Guðlegi – ærði tilfinninga
Orsaka – æðri hugrænn

Lægri svið umbreyta orku sem tengjast efnisheimi
Astrallíkaminn umbreytir og hreinsar orku á milli sviða
Æðri svið umbreyta orku andlega heimsins.

Tinna María Emilsdóttir