Go to content Go to navigation Go to search

Gleðilegt sumar!

Thursday, 12. May 2022

Frá áramótum hef ég verið með Gong slökun og tónheilun 4x í mánuði á tveimur stöðum í bænum, Train Station Dugguvogi og Endurheimt Lynghálsi.
Núna þegar sumarfrí fara að skella á hef ég ákveðið að vera bara 1 miðvikudag í mánuði hjá Train Station og verð ég næst þar miðvikudaginn 1.júní.
Hjá Endurheimt verð ég næst fimmtudaginn 19.maí og svo 2.júní.

Einnig verður Gongslökun í orku fulla tunglsins hjá Lífspekifélaginu, Ingólfsstræti 22 núna á sunnudaginn 15.maí þarsem Arnbjörg leiðir kvöldstundina og spilum við svo saman á 5 Gong.

Skráning er nauðsynleg fyrir allar kvöldstundirnar, tinna@orkulind.is

Gott er að finna Orkulind.is á Facebook og fylgjast með þar – þar koma inn event fyrir allt sem er í gangi hverju sinni.
Einnig gef ég út fréttabréf með svona 3 mánaða fresti – hér er nýjasta. Ef þú vilt fá fréttabréfið þá opnaru bara linkinn og smellir á subscribe efst í vinstra horni.

Hjartans kveðja,
Tinna María