Go to content Go to navigation Go to search

Steinn dagsins er Elestial Aquamarine

Sunday, 22. September 2013

Aquamarine er ljósblár og afskaplega róandi og fallegur. Hann vinnur aðallega inná hálsstöðina varðandi að tjáningnu og að tjá sinn sanna vilja. Hann er afskaplega kælandi (orkulega)og er því góður í heilun þegar á slíkri orku er þörf og einnig er hann góður þegar eymsli eru í hálsi svo sem hálsbólga já eða bólgur hvar sem er.
Hann slakar á taugakerfinu með sínum róandi eiginleikum og auðveldar djúpslökun og er því gott fyrir þá sem eiga erfitt með slökun að liggja með aquamarine.
Hann hefur einnig róandi áhrif á skap.

Það að hann sé elestial lyftir í raun allri hans virkni bara á hærra plan – tíðnin hans hækkar og tengir hann hærra upp svo orkan sem hann miðlar er á hærra tíðnistigi. Það gerir hann líka mjög tengdan engla orkunni og eykur á guðdómlegan kærleik sem hann miðlar til okkar.