Go to content Go to navigation Go to search

Kirkjubæjarklaustur

Friday, 14. September 2007

Hljómar það ekki vel að skreppa aðeins úr stressi borgarinnar og hvílast í eina nótt eða tvær á Kirkjubæjarklaustri…. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir þá sem búa í grend við Kirkjubæjarklaustur til að koma og fá góða meðhöndlun.
Síðustu helgina í nóvember mun ég vinna á Hótel Laka föst-laug-sunn. Þar mun ég bjóða uppá tíma í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð – SCENAR meðferð – Tóna meðferð oflr.
Takmörkuð pláss eru í boði og mun ég einungis vinna þessa 3 daga.
Pantanir þurfa að berast fyrir 20. nóvember í síma 698-7453 eða með tpósti til orkulind@orkulind.is

Hlakka til að sjá þig!

Nýtt á Orkulind.is

Monday, 10. September 2007

Jæja ég er búin að bæta aðeins inn á síðuna undanfarna daga.

Nýjar umsagnir eru á síðunni

Bætti við lista yfir bækur sem mér finnst áhugaverðar

Setti inn lesna hugleiðslu í hugleiðslu part heimasíðu minnar- smellið bara á .mp3 slóðina sem er undir fyrirsögninni. Fleiri lesnar hugleiðsur eru á leiðinni inn á síðuna, vona að þær nýtist ykkur! *Gott fyrir byrjendur*

Mun ég bjóða til sölu á stofuni minni tónkvísla vona bráðar sem og bæta notkun þeirra inn í meðferðarformið mitt. Nánar um það hér.

meridian_20.jpg

Ásamt fullt af nýjum tenglum !