Go to content Go to navigation Go to search

Helgin liðin..

Monday, 19. March 2007

Eins og ég var búin að minnast á áður þá var ég aðstoðarkennari á höfuðbeina-og spjaldhryggjar námskeiði núna 15-18 mars og var það allveg frábært! Námskeiðið gekk rosalega vel og allir nemendurnir voru frábærir og kennarinn algjör snilld :)

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér höfuðbeina og spjaldh. mæli ég með því að byrja á því að koma í tíma og upplifa meðferðina frá fyrstu hendi. Þeir sem vilja svo kynna sér meðferðina enn betur en eru ekki tilbúnir að fara strax á námskeið mæli ég eindregið með því að fara á 1 dags kynningarnámskeið í fræðunum, en þar eru t.d. allar þverhimnulosanirnar kenndar þannig að maður fær mjög gott verkfæri upp í hendurnar bara við það að fara á kynninguna!

Að lokum langar mig að benda á að nýjar umsagnir eru komnar á síðuna…

Mig langar að bæta einu við.. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur reynst sérstaklega vel við meðhöndlun ungbarna, t.d. magakveisa, eyrnabólga, svefnörðuleikar og annar vanlíðan. Því fyrr sem börn eru meðhöndluð því skjótari árangur.