Go to content Go to navigation Go to search

Áran og orkustöðvar

Maðurinn er hestvagn sem flytja þarf á ákvörðunarstað, sálin er ekillinn. Aðeins ekillinn veit hvert ferðinni er heitið og hver tilgangurinn ferðarinnar er. Ekillinn ákveður líka hvaða leið skal fara.
Hestvagninn táknar efnis- og ljóslíkamann sem flytja skal, en geðlíkaminn hestinn, sem gæddur er þeim áhuga og þeirri orku sem nauðsynleg er til að draga vagninn áfram. Taumarnir tákna huglíkamann sem vegur og metur hvenær flýta eigi ferðinni og hvenær best sé að slaka á.

Þessi samlíking á að sýna að eigi ferðin að geta náð tilætluðum árangri verða allir þessi þættir að vinna saman.