Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Monday, 12. March 2007
Hér er linkur á síðu sem fjallar um einhverf börn og standa þessi samtök fyrir árlegum ráðstefnum um einhverfu í maí á þessu ári í Chicago.
Friday, 2. March 2007
Jæja, er komin aftur í bæinn eftir dvölina fyrir norðan á ADVI námskeiði í höfðbeina og spjald. Þetta var æðislegt námskeið – mikil vinnsla átti sér stað og kem ég heim betri og hamingjusamari manneskja :)
Ég endaði svo ævintýrið með að fara á Clinical Symposium sem haldið var á Hótel Loftleiðum og fékk ég að aðstoða Chas, Kat og Hank (ADV kennarana) í einu “sessioninu” þar sem verið var að meðhöndla heila fjölskyldu í einu – það var mjög góð og falleg upplifun sem ég lærði mikið af. Þessi reynsla ýtti enn meira undir trú mína á því að best sé að meðhöndla sem flesta í kringum einstaklinginn sem kemur til meðferðar því það eykur líkurnar á að bati til frambúða getur átt sér stað. Í framtíðinni vona ég að ég geti verið með 2 bekki þannig að ég geti meðhöndlað t.d. móður og barn á sama tíma.
Svo mér til mikillar ánægju buðu Chas og Kat mér að koma út til að aðstoða þau á námskeiði sem þau halda í Bandaríkjunum á þessu ári ! Meira um það síðar :)
Einnig mun ég aðstoða á næsta CST1 námskeiði sem haldið verður í mars 14-18 mars. En þetta er einmitt fyrsta höfuðbeina og spjaldhryggjar námskeiðið sem fram fer á íslensku og er kennarinn sú eina og sanna Erla okkar! Nánari upplýsingar um höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð má finna á síðunni minni eða á síðu Upledger stofnunarinnar á Íslandi.
Ég get auðvita ekki annað en mælt með því að fólk sæki þetta námskeið – þetta er svo FRÁBÆRT meðferðarform sem hægt er að nota á ALLA fjölskylduna, líka dýrin :)
Jæja, nóg í bili!
Tinna María