Ég er skráður græðari og sérhæfi mig í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
Á þessari síðu finnur þú ýmis ráð og greinar eftir mig og aðrar áhugaverðar upplýsingar um allt sem tengist andlegum málefnum og óhefðbundnum lækningum.
Ég hef einnig til sölu úrval fallegra handgerðra silfur skartgripa setta orkusteinum og kristöllum á frábæru verði.
Nýjustu fréttir
Sunday, 19. August 2007
Ég hef alltaf haft mikla trú á heilunar eiginleikum hjóða á líkamann. Hljóð geta annaðhvort haft mjög heilandi áhrif á líkamann eða niðurbrjótandi á vissan hátt. Hægt er að nota t.d. vissa hemi-sync tækni til þess að samstilla heilahvelin og byggist sú tækni á ákveðnum hljóðum en í því tók ég námskeið um daginn.
Einnig er hægt að nota sérstaka tónkvísla til þess að nota í heilun og er ég nú loksins af fá slíka kvísla til að nota á stofunni minni. 2 grunngerðir á kvíslum eru til – þeir sem eru með lóð og þeir sem hafa ekki lóð. Þeir sem eru með lóðum hafa dýpri tón og hægt er að leggja á líkamann til að hafa beint áhrif á líkamsstarfsemi – þeir sem ekki hafa lóð eru með hærri tón og hljóma styttra og hafa meiri áhrifi á “subtile” body eða orkulíkamann.
Mun ég vinna með þessa kvísla á stofunni minn og hafa til sölu.
Monday, 9. July 2007
Í ágúst verður gefin út tæp 500 blaðsíðna bók um tæknina sem mun bera nafnið “Virtual Scanning – a new generation of healthcare – beyond biomedicine?”
Ég bíð spennt eftir að fá hana í hendurnar og mun ég þá vinna í því að þýða úr henni og setja inn á síðuna til betri úskýringar á tækninni. Viðbrög þeirra sérfræðinga sem nú þegar hafa fengið handritið í hendurnar hafa verið frábær!