Go to content Go to navigation Go to search

Komin heim

Sunday, 8. February 2009

Jæja þá er ég komin aftur á klakann. Í Portugal var rosa fínt, mikið unnið en lítið leikið…það rigndi allan tímann þannig að það var svo sem í lagi.
Það var æðislega gott og gaman að sjá fólkið aftur og að kynnast nýju fólki. Prógrammið var fámennt en mjög góðmennt. Það voru aðeins 4 skjólstæðingar og allir fengu þeir 3 pör af höndum alla dagana sem var auðvita mjög gott fyrir þá. Í vatninu var unni á hverjum degi, stundum fyrir OG eftir hádegi! Ég hélt að ég myndi breytast í rúsínu :)

Dr. Nuno og konan hans Manuela stóðu fyrir þessu prógrammi og báðu þau mig um að vinna meira með þeim. Hugsunin er þá að halda fleiri svona fámenn prógrömm reglulega yfir árið útí Portúgal og er verið að plana næsta í þessu töluðu orðum :) Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig þróunin verður á því.

Nóg í bili, þarf að vinda mér í eldamennskuna :)