Go to content Go to navigation Go to search

Steinn mánaðarins – Earth Angel

Sunday, 5. November 2006

Jarðar Englar eru aðallega “samsettir” úr chrysocolla og quartz en einnig eru fleiri steintefni í þeim, jafnvel Quantum quattri silica eða sem enn merkilegra er Ajoite! Þeir koma frá Namibiu.

Jarðar englar eru einir af mikilvægustu heilunarsteinum sem Móðir Jörð hefur gefið okkur á síðasta áratugi. Þeir koma með mikinn heilunar kraft sem mikil þörf er á bæði fyrir einstaklinga og á heimsmælikvarða og eru þeir komnir til að hjálpa okkur að koma aftur jafnvægi á.

Þeir eru eins og hljóðfæri ! -bjalla sem hljómar tært um eilífð fyrir alla sem vilja heyra.
Það er aðallega þessi hljómur sem gerir þá einstaka – hljómur sem vísar okkur leiðina og sameinar okkur. Þeir hjálpa okkur að ganga í gegnum þarfar breytingar til þess að færast yfir á næsta stig með Móður Jörð á þessum tíma mikilla breytinga.

Jarðar englar færa okkur frið; frið í tjáningu – tali – hegðun – hugsun og VERU.
Þeir hjálpar okkur sem vinnum að heilun jarðar og mannfólksins að sameina þá vinnu við okkar daglega líf/vinnu á friðsaman hátt og hjálpar okkur að sinna báðum hliðum tilveru okkar í jafnvægi.
Þeir hjálpa okkur við að hætta að hugsa “annað hvort eða” – hjálpa okkur að sjá að við getum sinnt báðum hlutum tilveru okkar á friðsamelgan hátt í stað þess að sjá þá sem andstæður sem veldur togstreitu í okkar lífi.

Jarðar englarnir, út um allan heim, mynda orku vef um allan heim, ásamt umsjónarmönnum þeirra, til þess að hjálpa Móður Jörð og mannkyninu. Þeir samhljóma frið um allan heim.

Einnig auka þeir mikið heilunar kraft þeirra sem vinna með þá.

Ljóskveðja,

Tinna María