Go to content Go to navigation Go to search

The Brain Speaks

Thursday, 18. January 2007

Ég er alltaf að bæta við þekkingu mína á sviði óhefðbundna meðferða til þess að hafa fleiri meðferðarúrræði og þar með möguleika á að hjálpað fleirum. (Fyrir utan það hvað mér finnst þetta ROSALEGA gaman :) )
Í nóvember fór ég á mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið hjá Upledger stofnuninni á Íslandi og hér kemur smá lýsing á því.

Innihaldslýsing: Á TBS námskeiðinu er unnið með möguleikana á að eiga samskipti við mannsheilann – hin mismunandi lög heilans skoðuð, heilahlutar og alveg niður í einstaka taugafrumur. Verið er að reyna á og farið djúpt í að skoða möguleika á að tengjast samvitund líffæris eða vefs með því að nota samtalstækni og sjónsköpun. Á meðal þess sem námskeiðið samanstendur af er fyrirlestrar, sýnidæmi og meðferðarvinnu þáttakenda, einnig er stór þáttur námskeiðsins falinn í umræðum þar sem reynsla og upplifanir námskeiðsþáttakenda koma fram, sem felst í því að þeir segja frá reynslu sinni í því að vinna með og hafa samskipti við persónuleika heila/heilahluta annarra námskeiðsþáttakenda.
Aðalatriði námskeiðsins:

  • Fá nákvæma kennslu og fræðslu í taugalíffærafræði, lífeðlis og lífefna ferlum í starfsemi taugakerfisins.
  • Fá kennslu í samtalstækni og vinnu með táknmyndir sem upp koma í meðferðarvinnu með ákveðin svæði heila og mænu og hluta þeirra sem ekki starfa sem skyldi.
  • Reyna, með aðstoð samtalstækninnar, að afla upplýsinga frá hlutum
    miðtaugakerfisins og hafa áhrif á starf þeirra, þannig hafa áhrif á heilbrigði og heilsufar einstaklingsins, streitu, gömul meiðsl eða andlegt ástand sem getur á allan hátt

Tekið af síðu Upledger

Í febrúar tek ég svo Advanced í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðinni og hlakka ég mjög til þess, er bún að vera að bíða eftir að því að það sé haldið í langan tíma!