Go to content Go to navigation Go to search

Steinn dagsins

Steinn dagsins er svartur Kyanite

Svartur Kyanite vinnur inn á allar orkustöðvarnar, sérstaklega rótarstöðina. Svartur Kyanite fer inn á fyrri líf og hjálpar manni að skilja sig betur útfrá þekkingu og visku sem sálin mans hefur öðlast í fyrri lífum án þess að missa jarðtenginguna. Hann hjálpar okkur að skynja það að við erum öll tengd. Hann hjálpar til að við koma jafnvægi á orkustöðvarnar og skera á orkutengingar sem eru úr sér gengnar og ekki til góðs. Kyanite þarf ekki að “hreinsa”

Steinn dagsins er Fulgurite

Fulgurite er í raun sandur sem hefur bráðnað þegar eldingu laust niður og myndaði einskonar rör – mjög flott!

Fulgurite er skiljanlega mjög kröftugur og hrá orkan (enda skapaður af eldingu) Hann fer inn á allar orkustöðvar. Hann er mjög magnaður í að hjálpa manni að “manifesta” eða hlutskapa vilja okkar. Talað hefur líka verið um að blása bænir sínar í gegnum rörið, þarsem eldingunni laust í gegn.
Hann gefur öllu því sem við viljum aukinn kraft. Orkan hans ber einnig mikla snerpu og hreinsun með miklum krafti. Hann hreinsar tilfinningalíkamann af mynstrum sem hindra þróun okkar, eykur lífskraft og hjálpar okkur að skapa þann raunveruleika sem við viljum í gegnum bæn eða sjónsköpun.
Einnig tengdur við Kundalini orkuna og vakningu á henni.

Steinn dagsins er Dioptase

Dioptase er dásamlega fallega grænn. Hann vinnur mjög djúpt inn á hjartastöðina og æðri hjartastöðina alla leið inn á sálar level. Hann vinnur mikið inn á karmiskar tengingar og hjálpar okkur að sjá fram úr föstu mynstri til þess að við getum fyrirgefið, sleppt og haldið áfram. Hann hjálpar okkur að græða djúpstæð hjartasár og áföll sem snerta hjartað og okkar tilfinningar á djúpan hátt.

Hann er sagður gráta fyrir þá sem geta ekki grátið

Steinn dagsins er Fluorite

Fluorite er mjög góður steinn fyrir fókus, hann hjálpar manni að sjá skýrt og geta unnið úr því sem er til staðar.
Það eru mjög margir llitir til af Fluorite og sérhæfingar fara eftir lit.

Grænn er t.d góður heilunarsteinn, góður til að hreinsa áruna og fer inn á hjartastöðina.
Gulur fer inn á sólarplexus, augu, bein/merg og innkirtla (sérstaklega milta) Hann er bestur þegar kemur að fókusi sem kemur að lærdómi og einbeitingu. Hann vinnur líka inn á geðræn svið og hjálpar þar við að lyfta hulum.
Fjólublár fer inn á þriðja augað og hjálpar við andlegan fókus og hreinsun, bæði í umhverfi og í orkuhjúp mannsins.
Svartur er mjög sterkur í hreinsun/vernd frá þungri orku á astral sviði
Blár fer inná hálsstöð, tjáningu og opnun – hjálpar okkur að koma frá okkur þeirri visku sem við geymum og viljum koma frá okkur t.d i fyrirlestri eða kynningu. Þá er best að æfa sig með steininn í áru sinni – því nær hálsi því betra – og bera þegar að framkvæmd kemur.
Bleikur er mjög kærleiksrík heilunar orkua og hjálpar okkur að heila hjartasár og hjálpa okkur að þora að elska.

Steinn dagsins er Lemurian seed crystal.

Ég virðist vera mikið dregin þessa dagana að steinum sem hjálpa við að tengja við forna visku þarsem Lemurian seed crystal hjálpar einmitt við að tengja við visku Lemuria.
Orkan hans er svo mjúk og umvefjandi, svolítið eins og umvefjandi kærleiksorkan milli móðurs og barns.
Lemurian seed crystal vinnur þó helst á hvirfilstöð og hjartastöð þarsem hann hjálpar okkur að heila okkar innra barn og græða djúp sár. Hann hjálpar okkur að opnast gagnvart kærleiksorkunni svo við séum tilbúin að móttaka og tengjast sálinni svo við getum betur séð leið okkar í þessu lífi og til að get tengst visku og orku Lemuria og miðlað henni. Lemurian seed crystal er dásamlega heilandi fyrir sálina

Steinn dagsins er Stellar beam calcite

Stellar beam calcite hefur virkilega fallega orku hún er mjúk en jafnframt mjög öflug. Orkan minnir mig aðeins á herkimer demant í styrk en mýktin er mun meiri.

Stellar beam vinnur aðallega inná sólarplexus, þriðja auga og hvirfilstöð. Hann vinnur mikið með tengingar – tengingar við forna visku, okkar fyrri líf og hærri tengingar. Hann hjálpar okkur við að opna , treysta og hækka orkutíðni okkar svo við getum tengst hærri orkutíðni og móttekið upplýsingar.

Steinn dagsins er Rhodizite

Rhodizite er pinku ponsu lítill en gífulega magnaður! Ég man þegar við vorum með verslunina Gjafir Jarðar þá hafði ég mjög gaman að því að leyfa fólki að prófa að halda á Rhodizite því þrátt fyrir smæð þá finnur maður veeeeel fyrir honum

Hann er s.s gífulega kraftmikill og vinnur inn á allar orkustöðvarnar – hreinsar og hleður. Rhodozite er einnig rosalegur magnari, hann magnar þá orku sem hann er í kringum/sem er beint að honum – því er rosalega gott að nota hann með öðrum steinum til að styrkja virkni þeirra enn meira (t.d við heilun) eða bara nota hann til að styrkja mans eigin orku í ákveðna átt t.d við hugsköpun eða þegar verið að að vinna að ákveðnu takmarki eða með ákveðna orku.
Rhodozite er einn af þeim sem aldrei þarf að “hreinsa”

Steinn dagsins er Elestial Aquamarine

Aquamarine er ljósblár og afskaplega róandi og fallegur. Hann vinnur aðallega inná hálsstöðina varðandi að tjáningnu og að tjá sinn sanna vilja. Hann er afskaplega kælandi (orkulega)og er því góður í heilun þegar á slíkri orku er þörf og einnig er hann góður þegar eymsli eru í hálsi svo sem hálsbólga já eða bólgur hvar sem er.
Hann slakar á taugakerfinu með sínum róandi eiginleikum og auðveldar djúpslökun og er því gott fyrir þá sem eiga erfitt með slökun að liggja með aquamarine.
Hann hefur einnig róandi áhrif á skap.

Það að hann sé elestial lyftir í raun allri hans virkni bara á hærra plan – tíðnin hans hækkar og tengir hann hærra upp svo orkan sem hann miðlar er á hærra tíðnistigi. Það gerir hann líka mjög tengdan engla orkunni og eykur á guðdómlegan kærleik sem hann miðlar til okkar.

Steinn dagsins er Larimar

Larimar færir okkur svörin frá hafsjó undirmeðvitundarinnar. Blái litur Larimar endurspeglar hafsjó alheimsvitundarinnar sem gefur okkur frelsi frá sjálfsettum hömlum og friðartilfinningu er maður eltir sannleikann. Larimar tengir okkur við öll dýr hafsins og er því mikil hjálp ef vinna þarf með þau en þá sérstaklega samskipti við höfrunga. Hann vinnur með hálsstöðina og eykur getur okkar í samskiptum og við að tjá okkur. Hann er einkum góður ef vinna þarf á frumustigi eða í öðrum “víddum” og ef vinna þarf með hjartastöðina. Larimar örvar hjartastöðina og hærri orkustöðvar. Hann færir manni ró og hugarkyrrð. Hann róar órólega auka orku og kemur á jafnvægi. Hann vinnur með hálsinn og efri öndunarkerfi. Hann hjálpar manni að vera ákveðinn í sínum eigin krafti en um leið í ró og yfirvegun.