Go to content Go to navigation Go to search

Ferðasaga

Monday, 12. November 2007

Jæja þá er ég komin heim eftir mánaðar dvöl í USA.

Ekki byrjaði ferðin vel! :)

Fyrst var ferðinni heiti til Indiana – nánar tiltekið Oakwood retreat center þar sem ég átti að taka þátt sem meðferðaraðili í meðferðarprógrammi (comprehensive therapy program).

Ég flaug frá Keflavík til Minneapolis þar sem ég átti að ná tengiflug til Indianapolis en lenti ég í þeirri leiðinlegu lífsreynslu vegna tafa á vélinni við lendingu að ég missti af tengifluginu og sat því föst yfir nótt í Minneapolis….ekki var það gaman!
Beðið var eftir mér í Indianapolis þar sem ég átti að hitta höfuðbeina og spjald félaga frá Írlandi og USA en þurftu þær að vera án mín þar sem ég sat föst í Minneapolis.

Klukkan 8 morguninn eftir náði ég loks vél til Indiana og var frekar hrist upp í mér eftir þetta óskemmtilega ævintýri á flugvellinun en þegar ég loksins komst á áfangastað leið mér betur. :)

Um hádegi sama dag leigðum við okkur svo bíl og keyrðum til Oakwood. Sú ferð gekk alveg ágætlega og vorum við komnar þangað um 4 leytið og aðstoðuðum Kat að gera tilbúið áður en fólkið, skjólstæðingar og meðferðaraðilar, byrjaði að streyma inn um kvöldmatarleytið.

Dagskráin fyrir prógrammið er svona: um 6 leytið, daginn áður en meðferðarprógrammið hefst, borða allir saman kvöldmat – alltaf er hægt að treysta því að fá góðan mat hjá þeim í Oakwood.
Alllur matur er lagaður á eins holla vegu og mögulegt er og er eins mikið notað af lífrænu hráefni og völ er á. Einnig er venjulegum strásykri skipt út fyrir Agave syróp og öll notkun á hvítu hveiti í algjöru lámarki. Dressingarnar sem gerðar eru á salatið þarna eru guðdómlegar!
(Ég ætla að birta uppáhaldsdressinguna mína hérna á síðunni síðar )

Ég veit að fyrir mörgum hljómar þetta kannski ekkert sérstaklega vel en trúið mér hægt er að gera ótrúlega góða hluti á holla vísu :)
Boðið var t.d. upp á bbq grillaðan kjúkling og ofnristað grænmeti, mexico taco og burrito, indverskt grænmetiskarrý, fylltar bakaðar kartöflur með beikoni osti og sýrðum rjóma og butterscotch hafrakökur – namm!
Alltaf er boðið uppá hummus og ferskt salat og grænmetis súpur. Síðan er sérstakur réttur gerður fyrir þá sem ekki þola neinn sykur né glútein og alltaf er matur fyrir fólk eins og mig sem ekki borðar kjöt :)

En nóg um matinn!

Eftir kvöldmat hittast allir meðferðaraðilar og fagna gömlum vinum og/eða kynnast nýjum! Tölum saman um næstkomandi 5 daga og veltum fyrir okkur vonum og væntingum fyrir skjólstæðinga okkar.
Morguninn eftir er svo dagur 1 – þá hittast allir kl 8 í morgunmat en kl. 9 hittumst við svo öll í “hringumræðu” – þið sem hafið komið á 2 daga prógrömmin þekkið hana :)

Við sitjum öll saman í hring, fyrst kynna meðferðaraðilarnir sig í nokkrum orðum og eftir það kynna skjólstæðingarnir sig og hvaða væntingar þeir hafa til prógrammsins og varpa fram spurningum ef einhverjar eru. Einnig eru hópar tilkynntir, þeas hver er aðalmeðferðaraðili hvers skjólstæðings og hverjir eru aðstoðarmeðferðaraðilar hans.
Hver skjólstæðingur hefur 1 aðal og 1-3 stuðnings meðferðaraðila sem þýðir að hann er að fá 4-8 handa meðferð á degi hverjum! Svo vinnum við frá kl. 10 til 12:30 – tökum 1 klst í mat og byrjum aftur 13:30 og dagur endar kl 15:30.
Eftir lok meðferðardags hittast allir meðferðaraðilarnir aftur til að ræða daginn, tekur það okkur yfirleitt 2 tíma, og klukkan 6 hittast svo allir í kvöldmat.

Enginn skjólstæðingur er með sama aðalmeðferðaraðila tvisvar í hverju prógrammi en getur þó haft sama aðstoðar. Valinn er meðferðaraðili á degi hverjum fyrir hvern skjólstæðing samkvæmt þörfum skjólstæðings.

Svona gengur þetta svo næstu 5 daga og á síðasta degi fara allir himinlifandi heim :)

Á laugardeginum er svo yfirleitt haldið “drumming” kvöld eftir kvöldmat þar sem spilað er á afrískar trommur og allskonar önnur hljóðfæri og sumir dansa frá sér allt vit :) Æðislega gaman!

Prógrammið í Oakwood var magnað Það sem óvenjulegt var við þetta prógramm var að 3 af 9 skjólstæðingum voru makar meðferðaraðila.

Frá Oakwood hélt ég til Illinois með Deirdre og Geraldine frá Írlandi og Mary og Anthony frá Illinois sem var um 6 tíma keyrsla. Þegar komið var þangað gisti ég hjá Mary og Anthony í 3 nætur.
Á meðan dvöl minni stóð í Illinois vann ég á nokkrum skjólstæðingum með Mary og Anthony og síðasta daginn kíkti ég á down town Chicago :)

Á degi 3 kom hann Ken vinur minn, við sóttum Deirdre og skutluðum Geraldine út á flugvöll.
Næsti áfangastaður : St. Louis.

Á leiðinni til St. Louis lentum við í þvílíkum stormi….úff… en allt er gott sem endar vel :)
Komum við til St.Louis um miðnætti og tók hún Sue og Rick við okkur á heimili þeirra hjúa.

Hjá Sue gisti ég svo í 2 vikur eða þartil næsta prógramm byrjaði 31.október í St. Louis í Manresa center.

Meðan ég dvaldi hjá Sue vann ég á stofunni hennar mest af tímanum.
Einnig fór ég í 1 dag til St. Charles þar sem nokkrir skjólstæðinga Diane komu í tíma til mín og 1 dag til O’Fallon þar sem við héldum svona “mini prógramm” þar sem ég, Sue og Colleen tókum á móti 9 skjólstæðingum ásamt nokkrum aðstoðarmeðferðaraðilum og unnum við með 2 í einu.

Prógrammið í St. Louis var mjög ólíkt því í Oakwood….reyndar eru prógrömmin öll yfirleitt mjög ólík :) en það var mjög magnað.. og jafnvel “dulmagnað” þar sem þónokkrir urðu varir við “draugagang” í húsnæðinu en húsnæðið er gamalt klaustur.

Á þessari mánaðardvöl í USA fékk ég aðeins 3 daga til afslöppunar en þetta var hverrar mínútu virði!

Þetta var frábær ferð og sný ég aftur betri meðferðaraðili og betri manneskja!