Go to content Go to navigation Go to search

Hvað gerist í heilunar tíma ?

Ég vinn yfirleitt alla heilun á nuddbekk þannig að ég bið skjólstæðinginn um að leggjast á bakið fullklæddann. Þar næst breiði ég yfir hann teppi og bið hann um að loka augunum og slaka á. Algengt er að fólk sofni en það er eðlilegt og gefur undirmeðvitundinni gott færi á úrvinnslu. Tíminn tekur rúmar 50 mínútur.