Go to content Go to navigation Go to search

Streita foreldra gerir börnin veik

Wednesday, 19. March 2008

Foreldrar sem búa við mikla streitu kunna að gera bæði sjálfum sér og börnum sínum hættara við sjúkdómum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar er gerð var í Bandaríkjunum. Leiddu þær í ljós að veikindi voru tíðari meðal barna kvíðafullra eða þunglyndra foreldra.

Frá þessu greinir á fréttavef BBC. Rannsóknin var gerð við Háskólann í Rochester, og niðurstöðurnar birtar í New Scientist. Fyrst var greint frá þeim í vísindaritinu Brain, Behavior and Immunity.

Einnig komu í ljós tengsl á milli streitu og ónæmisvirkni hjá börnum. Haft er eftir vísindamanni að börn séu „afar þrautseig,“ og hvetur hann foreldra til að hafa ekki áhyggjur af þessum niðurstöðum.

Lengi hefur verið vitað að streita getur valdið breytingum á ónæmiskerfinu þannig að fólki verður hættara við sýkingum og öðrum kvillum. En þetta er í fyrsta sinn sem rannsókn leiðir í ljós beinar vísbendingar um að slík ónæmiskerfisveiking geti borist frá foreldrum til barna.

Tekið af mbl.is

Wednesday, 19. March 2008

“Líf okkar er eins og sólargangurinn. Á myrkustu stundu markar fyrir dagrenningu”

« Fyrri færslur Næstu færslur »