Go to content Go to navigation Go to search

Virtual Scanning – spennandi fréttir!

Monday, 9. July 2007

Í ágúst verður gefin út tæp 500 blaðsíðna bók um tæknina sem mun bera nafnið “Virtual Scanning – a new generation of healthcare – beyond biomedicine?”
Ég bíð spennt eftir að fá hana í hendurnar og mun ég þá vinna í því að þýða úr henni og setja inn á síðuna til betri úskýringar á tækninni. Viðbrög þeirra sérfræðinga sem nú þegar hafa fengið handritið í hendurnar hafa verið frábær!

Rosalegur júní :)

Monday, 9. July 2007

Ég hef verið að brasa í ýmsu síðastliðinn mánuð…aðallega það að ég gifti mig á Snæfellsnesi í lok mánaðarins en einnig hefur verið einstaklega mikið að gera hjá mér í Orkulind. :)
Brúðkaupsferðin verður ekki farin fyrr en í lok september þannig að engar tafir verða á tímum hjá mér í sumar – en svo strax eftir heimkomu úr þeirri ferð fer ég aftur út til USA til að taka þátt í Intensive meðferðarprógrammi og kem heim í lok október.
Í júní var ég líka aðstoðarkennari á frábæru CSTII námskeiði sem David Tomlinson kenndi og gekk öllum nemunum mjög vel – frábær hópur!
Hópurinn var fullur af eldmóð og bíða langflestir nemarnir spenntir eftir að komast á næsta stig!

Svo verður Intensive meðferðarprógramm haldið á vegum Upledger stofnunarinnar á Íslandi 18-19 ágúst og eru enn laus pláss ef þú vilt vera meðferðarþegi þar.