Go to content Go to navigation Go to search

Nýjustu fréttir

Friday, 1. June 2007

Jæja þá er ég komin að norðan þar sem verið var að kenna fyrsta stigið í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð og sinnti ég þar því hlutverki að vera aðstoðarkennari. Þetta var allveg yndislegur og hæfileikaríkur hópur og ég veit að þeim á eftir að vegna vel!

Næsta stig, CSTII, verður svo kennt í Reykjavík 21-24 júní næstkomandi og mun ég einnig aðstoða þar. Á þessu stigi er farið nánar í höfuðbeinin, í munnvinnu og kenndar ýmsar greiningar aðferðir. Ef ÞÚ hefur tekið CSTI þá mæli ég svo sannarlega með að taka næsta stig!

Einnig vil ég taka það fram að enn eru 2-3 laus pláss í tveggja daga meðferðarprógrammið sem haldið verður helgina 7-8 júli í Reykjavík. 

Bless í bili :)