Go to content Go to navigation Go to search

“Meðferðar hrina”

Friday, 23. March 2007

Þá er það komið á hreint :)

Ég mun ferðast til USA 9 – 16 maí þar sem ég mun taka þátt í “Intensive therapy” prógrammi fyrir börn sem kennarar ADV námskeiðsins halda og buðu mér að koma á til að aðstoða þau. Held að þetta sé álíka því sem verður í Bláa Lóninu í apríl nema sú hrina er ekki fyrir börn. Ég ætlaði líka að vinna í lóninu en því miður er það á sama tíma og árshátíðarferð vinnunar minnar..

Til að útskýra aðeins betur hvað svona prógram er þá er verið að meðhöndla svona 8-10 einstaklinga allan daginn í ~5 daga af ~ 30 meðferðaraðilum, þeas. 2-3 meðferðaraðilar vinna allir í einu með hvern einstakling,  með ýmsum meðferðarúrræðum t.d. nálastungur og liðlosanir en grunnur alls er höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð… S.s. mjög “intensive” og er mjög árangursrík!

Góða helgi!

 

Helgin liðin..

Monday, 19. March 2007

Eins og ég var búin að minnast á áður þá var ég aðstoðarkennari á höfuðbeina-og spjaldhryggjar námskeiði núna 15-18 mars og var það allveg frábært! Námskeiðið gekk rosalega vel og allir nemendurnir voru frábærir og kennarinn algjör snilld :)

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér höfuðbeina og spjaldh. mæli ég með því að byrja á því að koma í tíma og upplifa meðferðina frá fyrstu hendi. Þeir sem vilja svo kynna sér meðferðina enn betur en eru ekki tilbúnir að fara strax á námskeið mæli ég eindregið með því að fara á 1 dags kynningarnámskeið í fræðunum, en þar eru t.d. allar þverhimnulosanirnar kenndar þannig að maður fær mjög gott verkfæri upp í hendurnar bara við það að fara á kynninguna!

Að lokum langar mig að benda á að nýjar umsagnir eru komnar á síðuna…

Mig langar að bæta einu við.. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur reynst sérstaklega vel við meðhöndlun ungbarna, t.d. magakveisa, eyrnabólga, svefnörðuleikar og annar vanlíðan. Því fyrr sem börn eru meðhöndluð því skjótari árangur.

« Fyrri færslur